Endurvekja skólagarðana og nota grænmeti í skólamötuneyti

Endurvekja skólagarðana og nota grænmeti í skólamötuneyti

Endurvekja skólagarðana og nota grænmeti í skólamötuneyti

Points

Þegar verið er að leggja niður skólagarða hér, er verið að fjölga þeim alls staðar erlendis - börnin læra ræktun en líka virðingu fyrir matnum, og afraksturinn getur verið notaður í mötuneytin til að lækka kostnaðinn en líka til að gefa skólabörnum betri fæði. Þetta er kostnaðarlítil aðgerð með miklum áhrifum.

Flott hugmynd sem er einföld og ódýr í framkvæmd og skilar miklum gróða sem ekki er hægt að mæla í krónum og aurum.

Holl hugmynd, ódýr og jákvæð í alla staði

Já það voru dýrkeypt mistök að leggja skólagarðana niður í vor. Alger tímaskekkja. Ég er ekki enn búin að átta mig á að það hafi ekki bara verið slæmur draumur/martröð. En það er hægt að bæta fyrir þessi mistök með því að standa enn duglegar að skólagörðum með næsta vori og innleiða „skóla-garða“ við hvern einasta skóla. Þetta eru nágrannalönd okkar að taka upp með frábærum árangri. Við getum að sjálfsögðu bætt um betur (þar sem vaxtartími grænmetis er ekki alveg í takt við skólaárið, og verið með lítil gróðurhús og skjólreiti þar sem affallsvatn af kyndingu skólans er nýtt til grænmetisframleiðslu allt árið. Öll meðvitund barna, um hvernig maturinn verður til og hve grænmetið er stórkostlegt leikur náttúrunnar, fer í hæstu hæðir og endist út ævina. Ég get ekki ímyndað mér betri forvörn, lýðheilsuátak um eflingu betra mataræðis og virðingu fyrir öllu lífi.

Ég styð hugmyndin að öðru leiti en því að börn og fjöldskildur eiga sjálf að nýta uppskeruna

Þetta er sorglega rétt að það þarf vottun á allan mat sem er notaður í skólamötuneyti. Hugmyndin góð en erfitt að fá vottun. Skólabarðar eru samt einstaklega skemmtileg aðferð til að sýna krökkum hvernig náttúran virkar. Mjólkin kemur ekki bara úr fernunni og kartöflurnar vaxa ekki í skónum í desember.

Hægt væri að stunda skiptiræktun og nýta matar- og plöntuafganga til jarðgerðar.úr mötuneyti og skólagörðum.

Ég styð eindregið að skólagarðar verði áfram, já og reyndar fínt að bjóða heilu fjölskyldunum að rækta saman. Ég tel samt að gleðin yfir afrakstri erfiðisins .. það að taka upp að hausti og borða það sem maður ræktaði sé vanmetið í þessu. Það myndi enginn krakki nenna eða langa til að stússa sumarlangt yfir grænmetisgarði ef afraksturinn færi í skólamötuneytið, aðal gleðin er að uppskera eins og maður sáði og krakkar eru mjög jákvæðir að borða "eigið" grænmeti. Þannig að ég segi já við skólagörðum en nei við að uppskeran fari í mötuneyti.

Sammála Ástu.

Skólagarðar eiga að standa fjölskyldum, sem vilja nýta sér þá þjónustu, til boða. Afraksturinn á líka að vera eign fjölskyldunnar ekki annarra á borð við mötuneyta.

Mér finnst það góð hugmynd að breyta Skólagörðunum í Fjölskyldugarða og nú geta allir í fjölskyldunni sameinast í að rækta sitt eigið grænmeti.

Ég er með því að fólk á öllum aldri rækti eigin mat og sé meðvitaðra um hvað matur sé. Ég tel hinsvegar ekki að hægt sé að nota matarafurðir frá hinum og þessum til mötuneyta, þar sem erfitt væri að rekja hvaðan fæðan væri komin ef upp kæmi eitthvert heilsuvandamál tengt matnum. Eins og við sáum nýlega í Evrópu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information