Fjölmenningardagar í Austurbergi

Fjölmenningardagar í Austurbergi

Að fela þjónustumiðstöð Breiðholts það verkefni að stuðla að bættum félagsauð í Breiðholti með því að halda fjölmenningardaga í Austurbergi í samráði við íbúa. Þar gætu íbúar hverfanna í Breiðholti verið með kynningar á löndum sínum, menningu sinni, sýnt þjóðdansa, selt mat frá löndum sínum og með því stuðlað að fjölmenningarmenntun. Þarna gæfust Breiðhyltingum tækifæri til að rýna í þau þjóðarbrot sem hér búa og verkefnið myndi án efa þjappa hverfin saman.

Points

Frá uppbyggingarárum Breiðholtsins hefur oft borið á skorti á samheldni og félagsauður verið lágur. Með því að standa að svona verkefni þá stuðlar Reykjavíkurborg að því að hverfisbragur Breiðholtsins eflist og íbúar læra hversu fjölbreyttur og flottur hópur býr í hverfinu. Verkefni sem þetta stuðlar að aukinni þekkingu og þolinmæði gagnvart ólíkum menningarkimum. Fordómar minnka og samstaða eykst.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information