Slipparóló - leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni

Slipparóló - leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni

Slipparóló - leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni

Points

Því miður lítur út fyrir að slippurinn fari af þeim stað sem hann er nú við Reykjavíkurhöfn. Þarfir slippa hafa breyst, og hótel og íbúðir eru að rísa allt í kring. Mikil byggð rís á þessu svæði og hefðbundin hafnastarfsemi hverfur. Því ekki að láta skip standa áfram 'í slipp', breyta þeim í frábæran rólóvöll, með sandi í kring, kaffihúsi/veitingastað um borð, boltalandi, köðlum, dýnum, klifurgrindum og hinu og þessu fyrir krakka um borð og í kring. Leikvöllur með sögulega skýrskotun.

Ég veit ekki með róló um borð í skipi í slippnum því það væri eflaust talsvert flókið í framkvæmd og margar öryggiskröfur sem þyrfti að uppfylla. Ef það væri rekstur, t.d. veitingarekstur væri rólóinn örugglega bara opinn á ákv. tímum og auk þess finnst mér meira en nóg af veitingastöðum þegar á svæðinu. Mér finnst grunnhugmyndin samt mjög góð, þ.e. róló á slippsvæðinu enda væri það skemmtileg viðbót í flóruna á þessu áhugaverða svæði sem Gamla höfnin er orðin. Á róló mætti samt vera gamall eikarbátur sem börn og aðrir gæru gengið um borð í og til að leika sér og hafa gaman.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information