Húsið NASA við Austurvöll verði allt friðlýst.

Húsið NASA við Austurvöll verði allt friðlýst.

Húsið NASA við Austurvöll verði allt friðlýst.

Points

Með því að samþykkja hótelbyggingu við Ingólfstorg eru yfirvöld að eyðileggja síðasta góða tónleikahúsið í Reykjavík sem rúmar milli 500 og 800 manns. Með auknu tónleikahaldi og fjölbreyttari tónlist þurfum við í raun fleiri hús á borð við NASA í Reykjavík. Komum í veg fyrir þetta stórslys!

Húsið er kallað Sigtún meðal eldri borgara, jafnvel Sjálfstæðishúsið. Það er lítil sál fólgin í framhliðinni eingöngu og breytingar sem verða á Ingólfstorgi eru gríðarlegar, kalla á aukna umferð stórra bíla um Aðalstrætið.

Þetta hús hentar einstaklega vel þeirri starfsemi sem þar er núna, og ég vil draga í efa, að nokkurt annað hús sé til sem hefur brúað kynslóðabilið jafn rækilega í gegn um tíðina. Í þessu húsi hefur kynslóð eftir kynslóð skemmt sér konunglega, og ég tel það stórslys ef húsið verður rifið. Það eru nógir aðrir staðir sem henta mun betur fyrir hótel.

Af hverju að friðlýsa allt húsið? Er fólk að biðja um að starfsemin verði friðlýst eða húsið? Er fólk bara á móti því að það séu áform um að byggja þarna hótel? Ef svo er, þá á að vera hægt að breyta þeirri ákvörðun með öðrum aðgerðum en friðlýsingu. Hljómar svona eins og að mæta með gröfu þar sem þarf bara skóflu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information