Lýsing frá Leirvogsá, Álfsnesi uppað Hvalfjarðargöngum

Lýsing frá Leirvogsá, Álfsnesi uppað Hvalfjarðargöngum

Lýsing frá Leirvogsá, Álfsnesi uppað Hvalfjarðargöngum

Points

Ég bý á Álfsnesi og fer því oft þessa leið eða hluta hennar, það er mikil breyting að aka út úr Mosfellsbænum þar sem er götulýsing og inní myrkrið á Álfsnesinu, þarna er mikil umferð og mjög hröð, oft talsverður framúrakstur og oft leiðindaveður. Ég er sannfærð um að lýsing á þessari leið yrði til mikilla bóta fyrir alla sem fara þessa leið, en þeir eru ansi margir. Það getur alveg verið að þetta sé í farvegi hjá Reykjavíkurborg, en ég tel að þetta þurfi strax.

Löngu löngu orðið tímabært að lýsa upp veginn frá Mosfellsbæ og að Hvalfjarðargöngum. Ég þarf að keyra þennan veg í myrkri og það er oft skelfilegt að hafa enga lýsingu eins og í Kollafirðinum. Ég er mest hissa á því hvað það eru sjaldan slys þarna. Þetta þarf að bæta sem fyrst.

Það er alveg skiljanlegt að fólk vilji lýsingu þarna en það myndi spilla fyrir þeim sem vilja skoða nátturuna og njóta hennar.

Í skýrslu Vegagerðarinnar um veglýsingu utan þéttbýlis segir m.a.: Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á áhrifum uppsetningu lýsingar á slysatíðni. Áhrif af uppsetningu veglýsingar utan þéttbýlis eru ekki augljós og oft álitamál hvort nokkur árangur náist. Það er ekki einsýnt að uppsetning lýsingar dragi úr slysatíðni í myrki. Aðrar ráðstafanir en að setja upp lýsingu geta verið líklegri til að draga úr slysum.

Það er ekkert sem styður það að upplýstir vegir bæti umferðaröryggi. Í versta falli minnka þeir öryggið því þeir auka hraðann á veginum og eru auk þess hindrun á veginum eins og FÍB benti réttilega á. Upplýstir vegir eru í lagi þar sem búast má við óvörðum vegfarendum og e.t.v. á vegamótun en annars kostar hún bara peninga og er algjört óþarfa bruðl. Miklu nær að nota peningana í eitthvað annað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information