Breyta skipulagi á Kambavaði 5 í grænt svæði með leiktækjum.

Breyta skipulagi á Kambavaði 5 í grænt svæði með leiktækjum.

Samkvæmt skipulagi á að byggja sambýli fyrir fatlaða í Kambavaði 5. Slíku samfélagi fylgir mikil umferð allra þjónustuaðila sem/og fjölskyldumeðlima sem koma í heimsókn. Á milli Kambavaðs 1-3 og 5 eru friðaðar tóftir umkringdar fallegum trjám sem börnum þykir einstaklega gaman að leika sér í og mun aukin umferð um þetta svæði því auka líkur á slysi umtalsvert. Þar fyrir utan að fyrirhuguð bygging skyggir á sólarljós íbúa á neðri hæðum í Helluvaði 1-5, Hestavaði 1-7 og Kólguvaði 5-13.

Points

Þessi reitur er umkringdur af Helluvaði, Hestavaði, Kambavaði & Kólguvaði þar sem gríðarlegur fjöldi barna er og auðvelt er fyrir foreldra að fylgjast með þeim ef þau eiga ekki heimangengt. Einnig væri þetta til batnaðar fyrir öll börn austan Bugðu sem sækja í Norðlingaskóla (Hólavað/Hólmvað) þar sem gönguleið þeirra er þarna. Nóg er um auða/ónýtta byggingarreiti í Norðlingaholti, sem dæmi má nefna alla Elliðabrautina og meirihluta Norðlingabrautar, t.d. Norðlingabraut 16

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information