Moka snjó frá strætóstoppistöðvum

Moka snjó frá strætóstoppistöðvum

Moka snjó frá strætóstoppistöðvum

Points

Á mjög mörgum stoppistöðvum þurfa farþegar að vaða skafla þegar stigið er úr og í vagnana. Stundum er hreinlega mokað af götum og göngustígum þannig að háir skaflar myndast beint fyrir framan dyrnar á strætó. Þetta er ákaflega hvimleitt fyrir farþega og jafnvel hættulegt á stundum. Þetta þarf að hafa í huga þegar mokað er.

Í handbók um vetrarþjónustu kemur fram að mokstur frá stoppistöðvum er síðastur í forgangsröðinni. Er það ekki skrítið. Ætti ekki að hvetja fólk til að nýta sér frekar strætó en einkabílinn þegar færð er þung? Þetta þarf að vera í forgangi.

Hættum að vaða skafla

Til að komast í strætó þegar færð er þung

Tilmæli til Gatnamálastjóra : Þegar byrjar að snjóa, vinsamlegast hafðu þessa ábendingu efst á blaðinu sem verktakarnir fá, þeas vinnureglurnar.

Það er altlaf verið að hvetja fólk til að taka strætó en síðan er ekkert gert til að auðvelda fólki að nýta sér þessa þjónustu. Mér finnst þetta skrítið, það er eins og þeir sem flytja áróðurinn hugsi aldrei lengra en orðin ná. Ég styð algjörlega þessa hugmynd og vona að það verði eitt skref í rétta átt hjá almenningssamgöngum í Reykjavík.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information