Hljómskálagaður neðan Bjarkargötu - endurreisn.

Hljómskálagaður neðan Bjarkargötu - endurreisn.

Lagt er til að barrtré í Bjarkarskóg verði höggvin eða grisjuð, lauftré sett í þeirra stað, jafvel búinn til aldingarður til norðurs í framhaldi af kirsuberjatrjánum með veitingasölu á sumrin eins og bátaleigu á tjörninni yfir sumartímann.

Points

3. Virðing fyrir sögu borgarinnar. Skipulag fyrir þetta svæði var gert 1908 og fyrstu trjánum plantað 1913 þrátt fyrir vantrú margra á að tré gætu þrifist þarna. En það gátu þau og 1927 er Bjarkargata nefnd eftir þessum vonarreit. 4. Umhverfisrök. Losna við myrkur barrtrjánna, opna útsýni yfir húsalengjuna og losna við rusl og óþrifnað sem hefur fylgt þeim oft bágstöddu einstaklingum sem helst venja komur sínar í þennan reit nú.

1. Færa líf í afskiptan reit í miðri borg og auka fjölbreytni í lautarferðum borgarbúa innan borgarmarka, m.a. með smábátum á Suður-Tjörninni og veitingasölu í aldingarði. 2. Endurreisa lauftrjáagarðinn og betrumbæta með aldintrjám sem mönnum datt ekki í hug að þrifust hér fyrir 100 árum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information