Nöfn fjalla frá Eiðisgranda

Nöfn fjalla frá Eiðisgranda

Á Eiðisgranda var spjald með korti af fjöllum sem sjást í norðri frá götunni (Grandabuginni). Fyrir einu ári eða svo var spjaldið tekið niður og sett upp hvalasjá með stóru korti með myndum af ýmsum tegundum hvala. Sú sjá var þarft verkefni. En mér fannst óþarfi að það útilokaði fjallakortið. Það eru þegar til nokkri staðir sem hægt er með góð móti að setja slíkt spjald upp. Legg ég til að Reykjavíkurborg setji aftur upp þetta spjald með nöfnum fjalla sem sjást í norðri við Faxaflóa.

Points

Bæði íbúar borgarinnar sem og ferðamenn, innlendir sem erlendir, myndu njóta þess að geta séð nöfn fjallanna á mynd af þeim. Nútildags er þetta að verða sjálfsögð þjónusta víða um heim, að kynna umhverfið fyrir íbúum og gestum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information