Fólk geti gefið almenningsbekki til minningar um ástvini

Fólk geti gefið almenningsbekki til minningar um ástvini

Fólk geti gefið almenningsbekki til minningar um ástvini

Points

Almenningsbekki vantar víða. Í mörgum borgum erlendis má hvíla lúin bein á bekkjum sem borgarar hafa gefið í minningu ástvina. Litlir skildir eru festir á þá með nafni hins látna. Best er að borgin efni til samkeppni um útlit þessara bekkja og þeir séu staðsettir í samráði við fagaðila. Með þessu vinnst tvennt: Að fjölga almenningsbekkjum og minnast ástvina sem byggðu þessa borg.

Fegrum mannlífið og umhverfið!

Ef þetta verður að veruleika þá þyrfti að útfæra þetta þannig að þú þyrftir ekki að gefa heilan bekk heldur gæti gefið hluta af bekk þannig að sem flestir geti tekið þátt í þessu ekki bara þeir sem hafa allt of mikið milli handana.Þá væri bara stærri skjöldur fyrir nöfnin

Fallegt og umhverfisvænt!

Ágæt hugmynd. Mætti skipta á milli þriggja eða fjögurra og þá þrír eða fjórir litlir skildir á bekk. Síðan má minna á að gefandi heils bekkjar í minningu eins eða fleiri, þarf ekki að vera einn. Það getur verið vinahópur, fjölskylda, vinnufélagar o. sv. frv. og deilist þá kostnaður á milli þeirra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information