Grenndargámar fyrir gefins hluti

Grenndargámar fyrir gefins hluti

Hugmyndin er eins konar gámur eða skýli þar sem fólk gæti komið með hluti sem það vill ekki eiga lengur og skilið þar eftir, sem aðrir gætu tekið ef þeim líst vel á. Á þennan hátt er ekki verið að henda nothæfum hlutum með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Væri hægt að tæma á x-tíma fresti og henda þá því sem ekki er tekið.

Points

Þörf hugmynd

Minnkar sóun, er mjög algengt í öðrum evrópulöndum eins og Þýskalandi.

Þetta er gert vìðsvegar um evròpu og er auðvellt og lètt að viðhalda ef samfèlagið styður við það.

Fólk á alls konar dót sem það notar ekki lengur og endar á að henda, því það gerir ekkert nema taka pláss heima hjá því. Það er synd og skömm að nothæfum hlutum sé hent. Þetta gæti minnkað sóun.

Við eigum öll allt of mikið af drasli. Drasl sem hinsvegar gæti verið gull fyrir öðrum. Common sense, come on let's go.

Í Amsterdam er fastur rusladagur í hverri viku þar sem hver gata hefur sinn grenndargámastað, rosalega gaman og hagnýtt að fara í fjársjóðsleiðangur. Mestallt tekið innan örfárra tíma, og svo hirti ruslabíllinn rest morguninn eftir. Svona gámur er frábært skref í rétta átt!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information