Gera Reykjavík að jólaþorpi (jólaborg)

Gera Reykjavík að jólaþorpi (jólaborg)

Points

Hvernig er það kæru ábúendur ... það eru ótrúlega margir á móti en lítið um rökstuðning! Þeir sem eru á móti endilega segið þeim sem eru með af hverju! Þannig skapast umræður sem færa okkur nær niðurstöðu. Að kjósa bara eins og flokkurinn eða Jói vinur og Sigga vinkona er ekki nógu sterkt! Ef við við erum ekki viss er betra fyrir okkur að sleppa því að hafa skoðun á hugmyndinni!

Allar borgir eru að reyna að ná til sín ferðamönnum. Margir ferðamenn, sem heimsækja bæi/borgir eru að sækjast eftir mismunandi stemmingu og sér einkennum viðkomandi borgar. Oft sér maður fallegar myndir af vel skreyttum borgum og verða þær strax áhugaverðar. Mér finnst Reykjavíkurborg hafa þennan möguleika, sérstaklega miðbærinn og þær verslanir þar í grennd. Auk allra okkar góðu veitingastaða með sín jólahlaðborð og jólaskemmtanir. Sem sagt búa til meiri jólastemmingu í Reykjavík fyrir jólin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information