Semja ratleik sem leiðir ferðamenn um borgina

Semja ratleik sem leiðir ferðamenn um borgina

Semja ratleik sem leiðir ferðamenn um borgina

Points

Ferðamenn hafa stundum ekki hugmynd um það hve marga áhugaverða staði er að finna í Reykjavík. Legg til að útbúinn verði einskonar ratleikur (gæti verið bæklingur með korti) þar sem maður er sendur á ýmsa staði í Reykjavík og e.t.v. lögð fyrir mann spurning um það sem þar er að sjá. Þetta er stundum kallað City Rally á ensku og ég fann dæmi um að þetta hefur verið gert í Dusseldorf, eitt fyrir börn og eitt fyrir fullorðna.

Ágætis hugmynd en álitamál hvort borgin eigi að gera þetta. Held að samtök ferðaþjónustuaðila og verslunar væru ákjósanlegir til að setja eh svona uppá og þá vonandi þannig að menning, listir, landafræði o.fl. myndi njóta sín í ratleiknum en ekki bara kaupa kaupa:)

Á Borgundarhólmi var í sumar í gangi mjög skemmtileg fjársjóðsleit sem leiddi fólk á áhugaverða staði út um alla eyna. Mjög skemmtilegt fyrir barnafjölskyldur. Mætti taka upp hér og tengja við söguna - fyrsta landnámsfólkið, o.sv.frv.

Góð athugasemd Hallgrímur. Á Borgundarhólmi held ég að þetta hafi verið samstarf sveitarfélagsins og ferðaþjónustuaðila, líklega með einhverjum styrk frá danska ríkinu. Þetta er dæmigert verkefni sem þarf að vinna í samstarfi margra aðila. Þar gæti borgin átt frumkvæði.

Hér má lesa um hvernig þetta er gert á Borgundarhólmi: http://www.bornholm.info/skattejagt

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information