Beitum háum sektum (ekki undur 50.000 kr) til að sporna gegn því að rusli og tyggjó sé hent í götuna og migið sé á almannafæri. Þá má jafnframt sekta fyrir áberandi ölvun og óspektir. Það tæki ekki nema nokkra mánuði að breyta hegðun með skýrum skilaboðum og fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fara í herferð samhliða þessum aðgerðum á jákvæðum nótum með það markmið að breyta hegðum fólks og fá það til að skilja eigin hagsmuni af því að borgin sé hrein og falleg.
Við verðum að fara að taka á það aga- og virðingarleysi sem viðgengst í umgengni við borgina. Útlendingar hneykslast mjög á því hversu miklir sóðar Íslendingar eru. Við hreykjum okkur af því að vera umhverfisvæn, en látum það líðast að miðborgin sé eins ruslakista, þar sem ekki er þverfótað fyrir allskonar bréfarusli og umbúðir, gler, tyggjó, hland o.s.frv. Stórfé er eytt í hreinsun miðborgarinnar um helgar. Það er hægt að breyta þessari hegðun með átaki og blandi af viðurlögum og gulrótum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation