Auka hlutfall skapandi greina í grunnskólum

Auka hlutfall skapandi greina í grunnskólum

Points

Hugtakið skapandi fög er kannski heldur óskýrt. Ég geri ráð fyrir því að hér sé átt við list- eða verkgreinar, en þær eru raunar oft kenndar eftir fremur þröngum leiðum og nemendum gefið lítið svigrúm til sköpunar. Bóknámsgreinar ætti ekki síður að kenna á skapandi hátt en þær verklegu. Þátt sköpunar í grunnskólum ætti að auka, bæði í list-, verk- og bóknámskennslu.

Ég er allgjörlega sammála þessu, en þá gef ég mér að skapandi greinar eigi ekki við að börn/unglingar séu send inní kennslustofu og látin smíða/teikna/sauma "eithvað". Heldur verði tekið á öllum greinum á skapandi hátt. Það ætti í raunni að endurskoða skólakerfið í heild sinni. Reyna að gera það meira skapandi og kenna börnum að nota rökhugsunina. Í stað þess að vera með kennara sem seigir börnum hvað er rétt og rangt. Ætti að fynna leiðir til að fá krakkana til að taka þátt í kennslunni í öllum greinum, að mínu mati er besta leiðin til þess að hafa verkefnin skapandi og leyfa ýmindunnaraflinu að ráða ferðinni. (innan ramma hvers fags) þar sem krakkar fengju nokkurveiginn að ráða hvernig verkefni þau myndu gera eins lengi og það væri ganglegt fyrir það fag. það væri þá kennaranna verk að stýra krökkum í réttar áttir og sjá til þess að verkefnin væru nægilega flókin/erfið fyrir hvert tiltekið fag/einstakling. Eins og menntakerfið er í dag er það hundleiðinlegt og lítill minnihluti barna og unglinga sem hafa einhvern áhuga á því sem er verið að kenna þeim, einnig er það versta við menntakerfið eins og það virkar í dag er það að börn og unglingar læra að það er alltaf mjög slæmt að hafa rangt fyrir sér, í stað þess að láta börn og unglinga rökstyðja niðurstöður sínar og láta þau átta sig á því afhverju etihvað sé réttara en annað og þar með fá einstaklinginn og allann bekkinn til að taka markvisann þátt í kennslunni þá eru kennarar alvitrir og alltaf sem rétt svör. Sem er mjög slæmt að því leiti að það gleymist í uppeldi okkar að kenna okkur að hugsa um hluti frá öðrum sjónarhornum og nýjum vinklum auk þess er okkur kennt að trúa alltaf þeim sem er í stöðunni fyrir ofan okkur. því sá aðili er með svörin það þarf að auka fróðleikfýsn ungmenna og kenna þeim að hafa rangt fyrirsér er frábær hlutur, því ef þú ert tilbúinn til að endurskoða hugmyndir/skoðanir þínar byggðar á nýjum rökum/hugsunum og tekur því fagnandi að hafa lært etihvað nýtt eða fengið nýjan skilning á tilteknu máli. Ef svo er þá er menntakerfið að standa sig. Það að auka hlutfall skapandi greina myndi kenna börnum og unglingum betur að nýta hugan og gera þau undirbúinn við að taka ganglegri gagnrýni, á jákvæðan hátt. þar sem þau myndu þurfa að hafa snjónarmið annara til hliðsjónar við útlistun og verkefna skil.

Fyrir lifandis langa löngu orðið tímabært. Mætti taka allt plássið sem búið er að taka undir sparkvelli og setja þar plöntur, tré og tjarnir, geitur og hænur. Ekkert er jafn skapandi og náttúran og margt hægt að læra af því að umgangast hana.

Hlutfall skapandi greina verði aukið í skólum.

Með skapandi greinum er líklega átt við myndmennt, smíðar, textíl, tónlist og slíkt sem eru afar mikilvægur þáttur í menntun barnanna. Það sem er þó líka og ekki síður mikilvægt er að nota skapandi aðferðir við kennslu í öðrum greinum s.s. stærðfræði, Íslensku, sögu o.s.frv. Þetta er orðið algengari hugsunarháttur, m.a. býður Myndlistarskólinn í Reykjavík uppá frahaldsskólanám þar sem Íslenska er kennd í gegnum skapandi skrif, stærðfræði í gegnum teikningu, m.a. fjarvídd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information