Borgin að vera í sambandi við íbúana.
Koma á sambandi á milli framkvæmdadeildar borgarinnar og íbúa, t.d. með netpósti, í samvinnu við Já.is. Þannig að við vitum þegar losa á sorp, ryðja snjónum, hreinsa göturnar ofl. Þá gætu íbúar verið búnir að undirbúa þetta, t.d. með að moka snjó frá tunnum, færa bílana af götunni þegar hreinsa á, ef loka á fyrir vatn ofl. Þetta gæfi þeim sem vinna verkin auðveldar um vik.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation