Leyfa Gídeon mönnum að koma aftur inn í skóla borgarinnar

Leyfa Gídeon mönnum að koma aftur inn í skóla borgarinnar

Leyfa Gídeon mönnum að koma aftur inn í skóla borgarinnar

Points

Tjah, geta þeir sem vilja nálgast nýja testamenntið ekki þá bara haft samband við Gídeonmenn?

Gídeon menn hafa komið í skólana í tugi ára. Þeir stunda ekki trúboð heldur einfaldlega gefa börnum nýja testamenti. Þetta eru góð samtök. Það er stranglega bannað hjá þeim að stunda trúboð í skólum. Kristin trú hefur verið í landinu í 2000 ár.

það eru að sjálfsögðu líka mannréttindi að börn fái að kynnast inntaki kristinar trúar eins og það að segja nei takk ef að ekki er áhugi fyrir að fá nýatestamentið.Held að það ætti að kanna hug allra foreldra væri tld. hægt í foreldraviðtölum.

Það eru mannréttindi barna og foreldra þeirra að vera laus við trúboð. Það eru fjölmargir vitnisburðir til um trúboð Gideonmanna. Trúarbragðafræðsla á að vera í höndum kennara. Foreldrar eiga sjálfar að ráða trúaruppeldi barna sinni.

Það er mikið talað um það meðal foreldra hvað sé sárt að börnin þeirra fá ekki lengur gefins Nýja Testamentið, eins og hefur verið síðustu 60.árin.Er einhver ástæða til þess að banna það í Kristnu landi til 2000.ára?. Hvað er það sem býr í brjósti þeirra aðila sem vilja banna þessa dýrmætu gjöf til unga fólksins í skólunum. Ekki veit ég til þess að það standi til að breyta því, að vera kristin þjóð. Það sjónarmið sem hefur verið uppi að það mætti allveg eins dreifa Kóraninum eins og N.T. Förum varlega og lítum til nágrannalanda okkar, hvernig er komið þar sem öllu var hleypt lausu í trúmálum. Nú eru þessar þjóðir að benda okkur á að varast þetta svokallaða frjálsræði í trúmálum, enda eru þau búin að missa allt úr böndunum. Að vísu er Noregur og Svíþjóð að reyna að skerpa á sinni þjóðtrú, þar sem svona er komið. Persónulega finnst mér óskaplega sárt til þess að vita að það sé til fólk sem hefur á móti því að N.T sé gefið í skólum,að vísu ekki margir,en þeir virðast ráða. Ég tel mig vita að lang flestir skólastjórar, kennarar og foreldrar vilja fá N.T fyrir 10.ára börnin, en þessi fámenni hópur virðist ráða sem vilja N.T í burtu úr skólunum. Það er illa komið fyrir Ísl. Þjóð.

Styð þessa hugmynd. Það er algjör uppgjöf gagnvart einstaklingsmiðuðu námi að banna þeim sem vilja þiggja Nýja testamentið að nálgast það í skólanum. Það hlýtur að vera hægt að koma til móts við þá sem vilja ekki þiggja gjöfina án þess að eitt gangi yfir alla og allir séu steyptir í sama mót. Skóli fyrir alla hlýtur að umbera fjölbreytileikann.

Í Frakklandi er aðskilnaður ríkis og kirkju, þrátt fyrir það, fékk ég nýja testamentið á frönsku í skólanum (reyndar ekki í kennslustund en það voru menn sennilega e-ð sambærilegt við Gídeon að dreifa þessu við innganginn). Mér fannst bara gaman að fá nýja testamentið á frönsku. Fólk getur þá bara neitað að taka við þessu eða gefið einhverjum öðrum ef það vill ekki fá nýja testamentið.

Ef að foreldrar hafa áhuga á því að innræta trú í börnin sín, getur það ekki bara gert það sjálft, á eigin forsendum?

Og lítum einnig til nágrannalanda okkar og sjáum hversu hættulegt það getur verið að ýta undir áróður gegn fjölmenningu. Sú orðræða sem þú tekur þátt í er illa komið fyrir Íslenska þjóð og allar þjóðir.

Það eru ekki mannréttindi að fá að kynnast inntaki kristinar trúar. Þetta er algjör rökleysa.

Á heimasíðu Gídeonfélagsins segir: "Markmið starfsins er að ávinna menn og konur fyrir Drottinn Jesú Krist. Dreifing Heilagrar ritningar og einstakra hluta hennar er aðferð til að ná því marki." Það er því ljóst að dreifing þeirra á NT í skólum er trúboð og trúboð á ekki heima í skólum.

Samfleitt 60 ár hefur Gídeon félagið gefið 10 ára börnum Nýja Testamentið í skólum Landsins. Auðvitað er það hið besta mál í kristnu samfélagi að börnin fái þessa gjöf áfram. Börnin geta afþakkað N.T ef viðkomandi barn óskar eftir því, t.d ef foreldri kærir sig ekki um að barnið taki við því. N.T er aldrei þvingað inn á börnin, þau eru spurð hvort þau kæri sig um þessa gjöf, það gæti komið upp að barnið afþakki bókina, t.d hafi alist upp í landi þar sem ekki er kristin trú og er það í góðu lagi.

Opinberir skólar í veraldlegu samfélagi eru frísvæði fyrir börn foreldra með mismunandi lífsskoðun. Foreldrar verða að treysta því að ekki sé brotið á rétti þeirra að ala börn sín í eigin lífsskoðun. Þeir sem vilja stunda trúboð eru frjálsir að gera það annars staðar t.d í kirkjum. Trúboð samrýmist ekki lýðræðislegu samfélagi heldur þar sem trúræði ríkir s.s. í íslömskum ríkjum. VIð viljum ekki fara þá leið heldur hafa hér opið og fjölbreytt samfélag sem rúmar allar lífsskoðanir.

Til eru fjölmörg trúarrit og sérstakar túlkanir á þeim. Þá eru einnig til rit sem lýsa veraldlegum lífsskoðunum. Allar þessar lífsskoðanir eru í vissri samkeppni í einkageira samfélagsins, rétt eins og stjórnmálaskoðanir. Í skólum á að kenna um þessar skoðanir með faglegri nálgun kennaranna, en ekki að hampa einu félagi eða flokki með því að leyfa sérstaka dreifingu trúarrits þess, óháð sögu þess með þjóðinni. Í öðru lagi eru trúarrit líkt og stefnuskrár stjórnmálaflokka ekki barnaefni.

Það er orðið asnaleg að fullornir kallar séu að ota skoðunum sinum að 10 ára börnum í opinberum skólum . þeir verða að endurskoða sig og synar aðferðir til trúboðs .

Það á að vera á valdi foreldra að ala börn upp í trú heima fyrir kjósi þau svo en ekki skólana og/eða utanaðkomandi aðila.

Á að sjálfsögðu að að leyfa Gideon mönnum að dreifa Nýja testamentinu í skóla landsins. Þau börn sem vilja taka við bókini önnur ekki. Þessi undirlægju háttur að vilja ekki boða kristni í skólum er óskyljanlegur þar sem við búum í kristnu landi. Þeir foreldrar sem ekki vilja að börn sín séu í þeim tímum segja það og þá væri boðið uppá einhverja aðra kennslu. Þettað er bara fámennur minnihluta hópur sem við eigum að taka tilit til enn ekki láta beygja okkur til hlýðni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information