Fækka bensínstöðvum verulega

Fækka bensínstöðvum verulega

Fækka bensínstöðvum verulega

Points

Tekið af neðangreindri vefsíðu: "Algengur fjöldi bensínstöðva í borgum Evrópu er um ein á hverja 25000 íbúa. Í Reykjavík eru þær 44 eða ein á hverja 2700 íbúa. Það er rúmlega níu sinnum fleiri bensínstöðvar á íbúa í Reykjavík en í borgum Evrópu. Það eru allt of margar bensínstöðvar í borgarlandslaginu. Sumar þeirra staðsettar á bestu stöðum, s.s. sjálfsafgreiðslustöðvarnar við Miklubraut og N1 í Vatnsmýrinni. Það væri hægt að nýta þetta svæði betur að mínu mati. Hvetur til aukins einkabílisma

Borgarstjórn gaf nú út ekki fyrir svo löngu að þau vildu fækka besínstöðvum í Borginni. Ef það tekst hjá þeim er það auðvitað hið besta mál.

Alveg sammála því að það séu of margar bensínstöðvar hér, en ég tel það ekki vera borgarinnar að skipta sér af því hvað einkarekin fyrirtæki gera við sína peninga. Eigum við ekki að banna þeim að hafa opið allan sólarhringinn líka, þar sem það ýtir undir óhollt líferni?

Held að staðsetning bemsínstöðva falli undir deiliskipulagi oþh. Hvers konar nýting er leyfð á lóð er þannig háð leyfi borgarinnar. Ef einhver veit betur væri gott að fá upplýsingar hér inn.

Aukin fjöldi bensínstöðva eikur ekki áhuga á einkabíl, þetta er mjög langsótt hugmynd. Vissulega eru alltof margar bensínstöðvar á Höfuðborgarsvæðinu en það er ekki hins opinbera að skipta sér af frjálsri samkeppni. Það eru einnig alltof margar matvöruverslanir miða við höfðatölu, á ekki líka að fara fram á fækkun þeirra? Þetta eru einkarekin fyrirtæki sem ráða því hvað þau gera við sína peninga.

Hvernig getur það verið í verkahring borgarinnar að fækka bensínstöðum?

Hvað varðar rökin um einkafyrirtæki sem eru að eyða sínum peningum, þá er þetta líka skipulagsmál sem varðar hagsmuni fólks. Ef hingað kæmi stórfyrirtæki rekið af veikum einstaklingi sem hefði næga peninga til að kaupa upp allar lausar lóðir og reisa þar bensínstöðvar, þá dytti okkur ekki í hug að leyfa það. Það er borgarinnar að setja skorður við fjölda bensínstöðva. Aukinn fjöldi þeirra bitnar líka á neytendum, t.d. þannig að verð til neytenda hækkar vegna fastakostnaðar við rekstur fasteigna

Það segir sig sjálft að allur þessi fjöldi bensínstöðva hljóta að auka rekstrarkostnaðinn verulega og hækka þannig bensínverð og ýmsar bílavörur. Það er ekkert sjálfgefið að samkeppnin aukist með því að hafa bensínstöð á hverju götuhorni.

Nú er það þannig að í öðrum evrópulöndum eru staðir munn þéttbyggðari, fólk er mun fleira á hvern fermeter heldur en hérna á íslandi, í dreifðari byggðum þarf að sjálfsögðu að hafa bensínstöðvar og nú þegar svona mörg bensínfyrirtæki eru starfandi, þá er yfirleitt ein af hverju tagi á hvaða gefnum stað fyrir sig, það í sjálfu sér þykir mér slæm þróun, en það er fjöldi bensínfyrirtækja, ekki stöðva sem truflar mig. Fólk þarf að taka bensín, og það vill geta farið á sína stöð, hvar sem hún er.

Frá bensínstöðvunum berst líka óhugnanlegt magn af rusli sem fýkur um í nágrenni þeirra. Dæmi um það er einmitt bensínstöðin við Hringbraut og bensínstöð Skeljungs við Öskjuhlíð. Þessi fyrirtæki þurfa að minnsta kosti að hysja upp um sig buxurnar varðandi hreinsun í kringum sig. Hins vegar virðist Olís vera til fyrirmyndar, t.d. við Álfheima, Suðurlandsbraut. En er sammála því að þær mættu vera færri og að það sé vont mál að eyða öllu þessu plássi undir slíkan rekstur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information