Gróðursetning gróðurs við helstu umferðargötur

Gróðursetning gróðurs við helstu umferðargötur

Að Reykjavíkurborg planti trjám og runnum á allar helstu umferðareyjar, og þá sérstaklega á lengjurnar sem má stundum finna á milli akbrauta, eins og tilfellið er td. við Sæbraut. Ekki þurfa tréin eða runnarnir að vera háir og ekki þarf mikið viðhald, enda bara fallegt ef tréin fá að vaxa frjáls.

Points

Fallegur lággróður veldur litlum skaða sé keyrt á hann hann. Virkar frekar sem öryggisgirðing og gæti komið í veg fyrir að bíllinn lendi á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt.

Þetta er mjög góð hugmynd og reyndar með ólíkindum að ekkert sé gert til að aðskilja gangandi vegfarendur frá umferðinni á umferðaþungum götum eins og t.d. Kringlumýrarrabraut og Miklubraut.

Þetta er frábær hugmynd og auðvelt verkefni fyrir unglingavinnuna í sumar, til dæmis!

Frábær hugmynd til þess að draga úr svifryki.

Magn mengunar og svifryks er orðið afar hátt hér í borg. Tré og gróður er eitt áhrifamesta úrræðið gegn umhverfiságangi. Ekki bara bindur tré CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir, heldur breytir þeim í súrefni. “Trees are 'our most powerful weapon in the fight against climate change', https://www.independent.co.uk/environment/forests-climate-change-co2-greenhouse-gases-trillion-trees-global-warming-a8782071.html

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information