Umbætur á skólalóð Ölduselsskóla

Umbætur á skólalóð Ölduselsskóla

Reykjavíkurborg hefur haft áform um umbætur og framkvæmdir á skólalóð Ölduselsskóla en brýnt er að úr þvi verði bætt sem fyrst. Skólalóðin er opin svo þetta myndi nýtast vel sem gott leiksvæði og gæti hvatt börn og unglinga að vera meira úti að leika sér.

Points

skólalóðin er hrykaleg og mikil slysahætta. það er erfitt að koma á morgnana með börnin og svo hef ég endalausa áhyggjur af barninu þar til hún er komin inní hús þar sem bílarnir eru allsstaðar. nú er alveg komin tími á þetta svæði...

Bætt aðstaða á skólalóð Ölduselsskóla er mikilvæg að mörgum ástæðum. Skólalóðin er óaðlaðandi og verulega skortir á viðeigandi aðbúnað fyrir börnin okkar sem eyða talsverðum tíma á lóðinni á hverjum skóladegi. Aðkoma að skólanum varasöm.

Það er mjög slæm aðkoman að skólanum og mikil bílaumferð. Ég er mjög hrædd um börnin mín. Fjöldi bíla er að koma og fara á sama tíma. Ökumenn keyra oft óvarlega og margir að bakka. Mikil hætta skapast. Það er keðja á bílaplaninu til að aðskilja leiksvæði barna og bíla sem var í viðgerð vegna ákeyrslu. Bíll kom allt of hratt inná svæðið og munaði engu að keyrt hefði verið á barnið mitt á svæði fyrir framan skólann sem átti að vera öruggt. Úrbætur eru brýnar -ekki bíða eftir slysi!

Ég var í Ölduselsskóla frá sex ára aldri, árið 1978. Frá þeim tíma hefur margt breyst í þjóðfélaginu en skólalóð Ölduselsskóla hefur lítið breyst. Það er skammarlegt að vera síðust á lista bara því við erum aftarlega í stafróinu en þannig leið mér þegar kom loksins mötuneyti fyrir börnin, síðasti skólinn í Reykjavík að fá mötuneyti. Dóttir mín er í þessum annars yndislega skóla en aðstaðan á leikvellinum og aðkoma fyrir bíla er til skammar. Það er mikilvægt að fá betri leiktæki og bætta aðstöðu.

Var þarna i skóla i nokkur ár og þetta er örugglega besti skóli sem eg hefði getað verið i en það vantar leiktæki og eitthvað fyrir krakkana sem eru i Frímínútum úti og betra bílastæði væri flott ... Þarf bara að taka þetta svæði i gengn bara svona einu sinni og gera það vel þannig það þurfi ekki að vera að gera þetta oft eða með stuttu millibili !

Það er greinilegt að Ölduselsskóli, og umhverfið í kringum hann, hefur verið látinn sitja á hakanum ef litið er til annarra skóla í Breiðholti. Það er rétt að dalurinn er mikið notaður og er það frábær útivistarparadís fyrir bæði börn og fullorðna og því er nauðsynlegt að hafa svæðið í kringum skólann ásættanlegt. Reykjavíkurborg hlýtur að sjá það að þetta er mikilvægt verkefni.

Skólalóð Öldusesskóla hefur verið eins í áraraðir og þarfnast svo sannarlega umbóta!! Aðkoma ökutækja við skólann er stórhættuleg og fjöldinn allur af bílum bakka á sama svæði og börn eru að labba í svartamyrkri. Ég hef nokkrum sinnum horft uppá að stutt sé í að börn verði fyrir bíl, flautað á bílstjóra til að benda þeim á börnin. Þetta er algjörlega óviðunandi aðstæður og grípa þarf til aðgerða strax!!

Götuhornið er einfaldlega stórhættulegt og maður er með í maganum alla daga yfir hvort ekið verði á barn þann daginn.

Skólalóðin við Ölduselsskóla er löngu komin á tíma.Óspennandi skólalóð sem hefur hlotið lágmarks viðhald í gegnum árin og áratugina ætti vissulega að fara framarlega í forgang hjá borginni.Vegna fjölda blokka í skólahverfinu verður hverfið alltaf barnmargt.Með tilliti til þess hvernig skipulag hverfisins er þá sækja börnin í hverfinu í dalinn og umhverfi skólans jafnt sumar sem vetur og örugglega í auknum mæli ef lóðin verður gerð spennandi.Betri skólalóð ætti því að hvetja til aukinnar útiveru.

Brýnt er að úr sé bætt sem fyrst en það vantar stórlega uppá umferðaröryggi t.d. er léleg aðstaða fyrir ökutæki sem koma til að skilja börn eftir við skólann að morgni skóladags, þegar aðrir nemendur koma einnig gangandi í skólann. Þarna verður til örtröð bíla og gangandi barna og skapar hættu. Leiksvæðið er að mestu malbikað og lítið er af leiktækjum. Árið 2011 voru skráðir nemendur Ölduselsskóla 513 samkv. Hagstofu Íslands, ætla má að þeim hafi fjölgað. Þessi hugmynd snertir því mörg heimili.

Það liggur við að maður fái kökk í hálsinn við að sjá þessa hörmung á hverjum degi. Áður en börnin í fyrsta og öðrum bekk fengu leiktæki fyrr í vetur, var þeirra leiksvæði: sjávarmöl, tvö gömul fótboltamörk og hálf-ónýtur kastali. Svo er svæðið skreytt með ruslagámum! Efri hlutinn er lítt betri: malbik, tvö fótboltamörk og kastali. Nú einkennist umræðan á netinu oftar en ekki af gönuhlaupum, en í þessu tilviki eiga stóru orðin við. Svæðið er til skammar og þarfnast viðhalds og nýrrar hugsunar.

Í eineltisumræðunni gleymist oft að tala um að í mörgum tilfellum þá vantar börnin okkar eitthvað annað og skemmtilegra að gera. Það er ekki nóg að hafa áætlun gegn einelti. Lóð Ölduselsskóla er til skammar að mínu mati og tilvalin vettvangur fyrir einelti ásamt fleiri skólum í Breiðholti. Ég kem með barnið mitt úr skóla í Vesturbæ þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar og sama sem ekkert einelti. Góð aðstaða fyrir börnin „okkar allra“ er forvörn gegn einelti. Lóð Seljaskóla er til fyrirmyndar.

Skemmtilegt leiksvæði dregur úr einelti

Skólalóð Ölduselsskóla var malbikuð um 1980. Á 30 árum hafa aðeins verið gerðar lítilsháttar endurbætur. Malbikið sem umlykur skólann er bæði holótt, mishæðótt og sprungið og orðið stórhættulegt fyrir utan að það hentar engan veginn á leiksvæði barna. Leiktæki eru örfá. Aðkoma bíla er óboðleg, Þarna er götuhorn sem skapar mikla hættu. Öðrum megin er grunnskóli og hinum megin leikskóli auk þess sem íbúar þurfa að komast um akandi. Þarna eru gangandi börn í hættu á hverjum morgni.

og liti - allt bara svo grátt - hvað er gaman að leika sér í steypu klump

Já blessuð skólalóðin. Það liggur við að maður fái kökk í hálsinn við að sjá þessa hörmung á hverjum degi. Áður en börnin í fyrsta og öðrum bekk fengu lágmarks leiktæki fyrr í vetur, var þeirra leiksvæði: sjávarmöl, tvö gömul fótboltamörk og hálf-ónýtur kastali. Svo er svæðið skreytt með ruslagámum í miðjunni! Efri hlutinn er lítt betri: malbik, tvö fótboltamörk og annar kastali. Fari maður á leiksvæði annarra skóla eru þar iðulega ný leiktæki af ýmsum stærðum og gerðum og gúmmímottur allt í kring. Greinilegt að Ölduselsskóli hefur setið á hakanum í þessum málum. Nú einkennist umræðan á netinu oftar en ekki af gönuhlaupum og gífuryrðum, en í þessu tilviki eiga bara stóru orðin við. Svæðið er til algerrar skammar og þarfnast tafarlausrar viðgerðar, viðhalds og nýrrar hugsunar.

Það verður að laga lóðina sem fyrst þar sem að á lóðinni er lítið sem ekkert fyrir börnin að gera ... Mín dóttir talar oft um að hún þurfi að hlaupa út svo hún fái eina af þremur rólum sem í boði eru ... það að barn taki fötin með sér út því að í boði fyrir þau eru einn kastali (sem dugar max 5-8 börnum) og 3 rólur ... þetta er allt og sumt á hennar svæði já og svo 2 fótboltamörk .... þetta svæði nota ca 200 börn ... Núna er komið að ÖLDUSELSKÓLA að fá einhverja andlitslyftingu ...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information