Göngu og hjólreiðastígur

Göngu og hjólreiðastígur

Mig langar að koma með hugmynd að hjólastíg frá Kjalarnesi í átt að Mosfellsbæ. Það skal tekið fram að það eru engir hjólastígar á Kjalarnesi.

Points

Til að gera kortið sýnilegra : http://umap.openstreetmap.fr/en/map/stigatenging-grundarhverfis_57826#14/64.2211/-21.7941

Reykjavík er hjólaborg sem hefur sett sér metnaðarfulla stefnu sem miðar að því að gera hjólreiðar vænlegri sem samgöngumáta og skapa fleiri tækifæri til að njóta þeirrar sem útivistar og afþreyingar handa fjölskyldunni allri. Kjalarnesið er útvörður Reykjavíkjur í norðri. Þar er líka Esjan sem er eitt stærsta og mest notaða útvistarsvæði Reykvíkinga. Það er eðlilegt að hjólaborgin tengi öll hverfi með hjólastígum til að greiða fyrir samgöngum.

Til að stuðla að meiri útivist og hreyfingu.

Útivist og hreyfing er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu, auk þess eru göngu og hjólreiðastígar út um alla Reykjavík og þykir það sjálfsagt en ekki á Kjalarnesi, þótt Kjalarnes sé hluti af Reykjavík.

Vegurinn frá Mosfellsbæ og upp að Hvalfjarðargöngum er á stórum köflum mjög erfiður hjólreiðamönnum - valið stendur um að hjóla á möl eða inni á sjálfri akreininni - þar sem misstórir bílar aka á 90-110 km/klst hraða...

Vegurinn frá Mosfellsbæ og upp að Hvalfjarðargöngum er á stórum köflum mjög erfiður hjólreiðamönnum - valið stendur um að hjóla á möl eða inni á sjálfri akreininni - þar sem misstórir bílar aka á 90-110 km/klst hraða... Á sama tíma er þessi leið notuð af nær öllum ferðamönnum sem hjóla frá eða til Reykjavíkur...

Spurning um mannslíf svo einfalt er það. Margir hjóla á vesturlandsveginum á sumrin og það er stórhættulegt.

Öruggir hjólastígar innan Kjalarness með tengingum við Mosfellsbæ eru hluti af framtíðarsýn Græns Kjalarness: ...grænt víðáttumikið dreifbýlissvæði innan marka Reykjavíkurborgar. Hverfisráð Kjalarness, félög og einstaklingar á Kjalarnesi vinna að þróun svæðisins undir merkjum Græns Kjalarness. Öruggar hjólaleiðir bæði innan svæðisins og í átt að Mosfellsbæ eru mjög mikilvægar í þessu samhengi. Einkabíllinn má ekki vera eini valkosturinn! Styður umhverfisstefnu Reykjavíkurborgar!

Fjölbreyttar sam­göngur eru mikil­vægari í dag en þær hafa nokkurn tímann verið. Samgöngu­mátar á Íslandi eru fjöl­breyttir og er það sveitar­félaganna og ríkisins að hvetja til þess að fólk ferðist í auknum mæli í strætó, gangandi – eða hjólandi. Hjól­reiðar eru öðrum þræði umhverfismál en líka lýð­heilsu­mál. Það er því best fyrir alla ef sem flestir hjóla. http://hjolaborgin.is/inngangur/#1

Aukið öryggi hjólreiðamanna.

Það væri frábært að geta hjólað upp á Kjalarnes eða í Hvalfjörðinn án þess að þurfa að taka áhættuna sem fylgir því að vera á veginum, sem er allt of þröngur á köflum.

Það er greinilegt að áhugi sé til staðar, og komið hefur fram ósk á vettvangi Betra hverfi tvísvar, 2013 og 2015 : https://betri-hverfi-kjalarnes-2015.betrireykjavik.is/ideas/3801-hjolastigur-medfram-vesturlandsvegi-um-kjalarnes https://betri-hverfi-kjalarnes-2012.betrireykjavik.is/ideas/850-hjolreidarstigur-nidur-i-mosfellsbae- (Í svari er tekið fram að framkvæmdin sé of dýr miðað við ramman í Betri hverfi, en falli að skipulagi. )

Þar sem ég hjóla mikið og bý á kjalarnesi þá væri frábært að fá hér hjólastíg fra Mosfellsbæ og að Grundarhverfi þá gæti maður hjolað her óhræddur heim úr vinnu. Einnig væri nu gaman að geta farið hér út að hjóla og endað út á Gróttu en eins og staðan er i dag þá keyrir maður í mosó með hjólin og hjólar þaðan svo það væri frábært að fá hingað hjólastíga þar sem þetta er nú Reykjavík og ég tel að hjólastígur að Hvalfjarðargöngum yrði mikið notaður :o)

Ég bý ásamt fjölskyldu minni í Mosfellsbæ. Við hjólum mikið og ég hef oft hugsað til þess hversu gaman væri að geta hjólað að Esjurótum án þess að leggja sig í stórhættu í vegkanti þjóðvegar 1. Esjan og skógurinn við Mógilsá er mikil perla og frábært útivistarsvæði og þarft að gera það aðgengilegt fyrir hjólandi. Tenging við Kjalarnes er auk þess einfalt réttlætismál. Kjalnesingar eru Reykvíkingar og eiga einfaldlega að geta valið hjólreiðar sem raunhæfan samgöngukost.

Mig langar að ræða hvort ekki væri gott að búa til plan fyrir tengingu Mosó - Mógilsá - Grundarhverfi - Hvalfjörð, en hægt að taka framkvæmdina í bútum, þannig að þetta verði minni biti að koma inn á "fjárlög" Mér sýnist að hægt sé í dag að klöngrast frá Mosó til Mógilsár án þess að fara út á Þjóðvegi 1. En til að komast í Grundarhverfi vantar þessi bútur, sem ætti að vera fyrsta bútinn að klára : http://umap.openstreetmap.fr/en/map/stigatenging-grundarhverfis_57826#14/64.2211/-21.7941

Sjá líka skráning á leiðum sem "æfinga-fólk" hafa hjólað: http://labs.strava.com/heatmap/#13/-21.75880/64.20111/gray/bike

Leið í gegnum Esjumelar, fær huguðum sem þora að hjóla í gegnum iðnaðarhverfi og á ekki alt of mjóum dekkjum : http://mtb.waymarkedtrails.org/is/?zoom=14&lat=64.12311&lon=-21.83489&hill=0

Það er erfitt ef ekki illmögulegt að nota vegin til Kjalarnesar, þar sem hann er "rfilaður" í vegarkanti og umferðin er hröð. Næsta tengin ætti að vera að Hvalfirði.

Í viðbót við að stórauka öryggi ferðamanna og íbúa á Kjalarnesi, myndi stígurinn á þessari leið einnig gera þeim fjölmörgu hjólreiðamönnum sem eru farnir að stunda hjólreiðar sem íþrótt, mögulegt að fara út fyrir borgina þegar farið er í reglubundnar æfingaferðir. Það hefur verið rætt á ýmsum stöðum að sú tegund hjólreiða eigi illa heima á götum borgarinnar, en lítið hefur verið gert til að auðvelda þess konar hjólreiðar annars staðar. Þessi stígur myndi því sinna mikilvægu þvíþættu hlutverki.

Það er stórhættulegt að hjóla á Vesturlandsvegi um Kjalarnes, það er ekki gert ráð fyrir hjólreiðarmönnum þar. Alveg kominn tími til að bæta úr þessu og stuðla að meiri útivist og hreyfinguþ

Hjólreiðastígur á Kjalarnesi milli Grundarhverfis og t.d. Mógilsár Kollafjarðar myndi bæta umhverfisvænt aðgengi að útivistarparadís sem Esja er með möguleika á að tengjast öruggri hjólaleið til og frá Mosfellsbæ

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information