Lækka hraða í Vesturbergi niður í 30 km/klst

Lækka hraða í Vesturbergi niður í 30 km/klst

Lækka hraða í Vesturbergi niður í 30 km/klst

Points

Vesturberg er þriðja íbúamesta gata Reykjavíkur (síðast þegar ég vissi). Gatnamótin í götunni eru óteljandi. Vesturberg er húsagata, en umferðin ætti að ganga um Austurberg sem er hefðbundnari hverfisgata. Úr því að hluti Austurbergs er með 30km/klst hraðamörk þá ætti Vesturberg að vera 30 km/klst gata. Hver kærir sig svo sem um að keyra á 50 km/klst hraða inn í sínu eigin hverfi?

Það er 30 km hámarkshraði í Vesturberginu.

Okey... var að skoða þetta og það er rétt hjá þér og frekar fáranlegt að skuli ekki vera 30 km hámarkshraði í allri götunni. Hef samt alltaf tekið því sem sjálfsögðum hlut að það væri 30 km í allri götunni en ekki einungis á smá kafla.

eeeeeh, nei. Það er 30 km/klst hámarkshraði á smá kafla frá síðustu hraðahindrun við Hólana.

en ætti þá að lækka líka í austurberginu, norðurfelli , suðurfelli, hólum svo er sagt að það þýði lítið að lækka hraða með skiltum þar sem fólki finnst eðlilegt að aka hraðar. minnir mig.

Löggan mætti nú alveg,mín vegna, hraðamæla einstaka sinnum í Vesturbergi en þar er hraðinn oft 90 km þrátt fyrir ofgnótt hraðahindrana.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information