Prýða byggingar með klifurjurtum

Prýða byggingar með klifurjurtum

Ein klifurjurt getur gert hina ljótustu byggingu að gullfallegri á nokkrum árum. Ég legg til að klifurjurtum eins og t.d. bergfléttu (sem einnig verndar veggina) sé plantað við fjölmargar byggingar í borginni og geri þær þar með vinalegri.

Points

Ódýrt, auðvelt, mikill árangur. Ásýnd borgarinnar verður fallegri.

Bergflétta verndar veggi og er sígræn. Það væri gaman að sjá hana prýða fagrar byggingar og fela ljótar. Það má blanda henni með öðrum klifurjurtum sem blómstra og þannig yrði borgin græn, fjölbreytt og slægi í takt við árstíðirnar.

Sammála þessu. Ég hef hug á að planta klifurjurtum við stóran gafl hjá mér, ekki síst til að stemma stigu við hvimleiðu veggjakroti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information