Búa til útigerði fyrir hunda í Reykjavík

Búa til útigerði fyrir hunda í Reykjavík

Búa til útigerði fyrir hunda í Reykjavík

Points

Hundahald er alltaf að verða útbreiddara og hundaeigendur eiga misauðvelt með að hleypa þeim út að viðra sig, eins hafa eigendur og hundar auðveldara með samskipti við aðra eigendur ef hægt er að hitta aðra í sama tilgangi. Eins þurfa hundar að læra að umgangast aðra hunda og fólk og geta það á svona stöðum.

Biðjum um aukna þjónustu við hundaeigendur

Gaman að bera saman hesta og hunda. Hestamenn fá reiðhallir upplýsta reiðstíga lokaða stíga þar sem öll önnur umferð er bönnuð ma. hunda. Hestamenn borga engin gjöld fyrir hestana nema fasteignagjöld fyrir hesthús. Hundaeigendur fá skammir og skatta.

Hundar eru fjölskylduvæn dýr. Það er tímabært að endurskoða reglugerð um hundahald. Reglugerðin sem sett var sem höft á tilvist hunda í Reykjavík hefur ýtt undir vanvirðingu og fórdóma í garð hunda og eigenda þeirra. Hundaeigendur eiga rétt á að geta stundað skemmtilega útivist án þess að þurfa að hírast og norpa á afgirtum frímerkjum. Stórir hundar þurfa til að mynda stórt opið svæði til að spretta úr spori. Afgirt gerði er óásættanleg lausn fyrir lausagöngu hunda !

Að skuldbindandi reglur um notkun útigerða fyrir hunda verði settar upp á skilti við inngang gerðanna, þ.e. um upphirðu á hundaskít, þannig að fólk og hundar þurfi ekki að eiga von á því að ganga í hundaskít og einnig að hnykkt verði á meginreglum og skyldum hundaeigenda að öðru leyti, á sama stað. Það ríkir of mikið lauslæti í upphirðu, umhirðu og lausagöngu hunda í mínu hverfi þ.e. neðra Breiðholti þar eru margir hundar. Gerðin þurfa að vera það stór að hundar geti tekið sprettinn þar, lausir, 300-400 fermetrar væri gott, það er nóg um svona bletti t.d. alla vega innan hverfis í neðra Breiðholti. Einnig þarf að setja upp ílat til að henda skít í og skaffa áhöld til að hreinsa upp skítinn, Borgin þarf svo að hafa eftirlit með þessu reglulega og tæma ílátin,

Frábært innlegg í umræðuna, takk fyrir.

Sammála, vonandi haka allir við hugmyndina því hún þarf stuðning, takk fyrir.

Ég sé að það eru allavega þrjár hugmyndir inná Betri Reykjavík þar sem verið er að biðja um hundasvæði/hundagerði í hverfum borgarinnar. Titill þessara hugmynda er misjafn s.s. Betri aðstöðu fyrir hundana á Geirsnefi og fleiri staði, Hundasvæði í Laugardalnum og svo þessi titill: Búa til útigerði fyrir hunda í Reykjavík. Ég er náttúrulega búin að styðja þær allar en mér finnst þesi titill/hugmynd útskýra það sem er mest aðkallandi. Vona að þeir sem eru búnir að styðja hinar hugmyndirnar styðji þessa líka. Umræða um þessi mál hefur verið í gangi í hverfisráðum undanfarið og er sennilega uppá borðum hjá umhverfis- og skipulagsviði Reykjavíkur (eða einhverju öðru svið þar sem það á við) bráðum til samþykktar eða ekki. Það er þvi mikilvægt að þrýsta á þetta núna.

Sammála þessu. Hundaeigendur hafa misst Geldingarnes. Því var lokað af því að starfmenn borgarinnar töldu að það væri minna mál að hirða um lokað svæði en opnu. Nú er búið að loka Geirsnefi líka nema fyrir gangandi. Þetta er gert undir því yfirskyni að fólk sé að keyra í kringum hundana. Mér finnst þessi boð og bönn lágkúruleg. Ef hundagirðing verður sett upp í Klambratúni þá vona ég að fólk hirði um hundana sína. Erlendis er þetta sjálfsagt mál. Svo væri gaman að fá einn ljóskastara (lágþrýstan sodium) til að lýsa út á túnið á Geirsnefi. Staurinn er til staðar. það þyrfti bara að bæta einum kastara sem vísaði í hina áttina.

Ég sá svona útigerði víða í Kaupmannahöfn í haust. Skemmtilegt að sjá borgaryfirvöld þar vinna með hundaeigendum og koma með lausnir í stað boða og banna. Þessi gerði þurfa alls ekki að vera stór og nóg er af ónýttu svæði sem gæti hentað vel fyrir svona gerði.

Það eru komnar allavega 7 hugmyndir núna varðandi hundagerði í borginni að þessari meðtalinni. Ég hvet hundaáhugafólk að styðja allar þessar hugmyndir svo við fáum hundagerði sem víðast í borginni. Hugmyndirnar heita: Hunda og fjölskyldugarð í miðbæinn, Afgirtur hundagarður í Laugardalinn takk fyrir, Hundaleiksvæði í nágrenni við miðbæinn, Hundagerði í vesturbæinn og víðar í borginni, Hundagerði á Klamratún, Betri aðstöðu fyrir hundana á Geirsnefi og fleiri staði,

Lifum í sátt og samlyndi

Ánægjulegt að sjá allar þessar hugmyndir um bætta aðstöðu fyrir hunda og eigendur þeirra. Ég styð þær allar. Nú vona ég að borgaryfirvöld taki þetta til athugunar. Hjá umhverfissviðið RVK starfa nú tveir starfsmenn. „Hlutverk Hundaeftirlits Reykjavíkur er að fylgja eftir samþykkt um hundahald í Reykjavík.  Hundaeftirlitið veitir leyfi til þeirra er uppfylla skilyrði til hundahalds í borginni, hefur eftirlit með hundahaldi og stuðlar að ábyrgu hundahaldi í Reykjavík.  Markmið hundaeftirlitsins eru að bæta hundahald í Reykjavík með aukinni fræðslu til hundaeigenda og borgarbúa og að fækka óskráðum hundum í borginni.“ Það er m.a. stuðlað að ábyrgri hundaeign með því að bjóða afslátt af ársgjaldi fari fólk á hundanámskeið sem er mjög gott. En það að bjóða uppá fleiri útivistastaði þar sem hunda meiga ganga lausir er frumforsenda til þess að stuðla að ábyrgu hundahaldi. Það ætti ekki að þurfa að vera dýrt eða flókið í framkvæmd. Það þarf að sinna þessum málaflokki hjá borginni. Reglur um hundahald eins og þær eru núna eru að mörgu leiti úreltar.

Geirsnef - Laugardalur og Klambratún. En hvað með hin hverfin ? Hvernig væri að þeir sem þekkja sitt hverfi, settu inn hugmynd að staðsetningu. Nægilega nálægt til að skreppa út - samt nægilega langt frá byggð til að smábörn geti sofnað. Það er ekki nóg að segja að þetta þrufi að gerast, það þarf líka að koma með hugmyndir. Grafarvogur - hvað með styttugarðinn neðan við Strandveg ? Í hlíðinni neðan við Húsahvefið, gegnt Vesturlandsvegi ? Túnið milli Hallsvegar og Gylfaflatar ?

Hundar hverfa ekki úr borginni þó þjónustan sé lítil sem engin. Það hefur reynslan sýnt, en undanfarin 10 ár hefur hundaeign í borginni meira en tvöfaldast. Íbúar í Reykjavík greiða meira en 30 milljónir í hundaleyfisgjöld á ári og íbúar í öðrum sveitarfélögum borgarinnar meira en 20 milljónir. Samt eru einungis 1-2 hundasvæði í allri borginni. Hundar þurfa hreyfingu og efla félagsþroskann með því að leika lausir við aðra hunda daglega. Því ættu hundagerði að vera í öllum hverfum borgarinnar.

Klambratún er stórt, þar hafa hundafólk verið með hundana sína lausa þrátt fyrir að lög banni slíkt. Það er alveg sama við hvaða embættismenn er talað, ekkkert er hægt að gera við tilllitslausa hundaeigendur, sennilega ættu þeir að vera í bandi. Ég vil hundagirðingu á Klambratún svo börn geti verið þar frjáls að leik. Ef ekki hundagirðingu, þá hundaeigendagirðingu!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information