Stúdío, 1 og 2 svefnherbergja íbúðir byggðar af borginni og í eigu hennar, ætlaðar einstaklingum og pörum sem eru í fyrsta skipti af flytja af heiman eða eru að safna sér fyrir útborgun á eigin íbúð. Leigan verði sanngjörn, með fullum húsnæðisbótum og sé ekki ákvörðuð í hagnaðarskyni. Samningar gerðir til langtíma. Það er skortur af ódýru húsnæði fyrir látekjufólk og sérstaklega einstaklinga, sem er varið frá því að vera keypt upp af félögum og efnuðum einstaklingum.
Borgin rekur hjarta og lunga allra félagslegra leigu íbúða á landinu sbr. könnun Stjórnarráðsins 2017 (sjá https://tinyurl.com/2017husnaaedi) Það væri hugsanlega sniðugt að útbúa kerfi þar sem leigan er sanngjörn en í hærri kantinum og gerður samningur í 4-5 ár. Í lok samningstíma fengu leigjendur svo 2 milljónir greiddar út. Þannig yrði tryggt að úrræðið fyrir fólk að komast inn á fasteignamarkaðinn yrði bara ekki fjölgun á félagslegu húsnæði sem ómögulegt væri fyrir leigjendurað flytja úr.
Það er skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir látekjufólk. Allir eiga rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnu verði. Borgin gæti tryggt þetta með því að byggja og reka íbúðir þar sem leigan er ekki ákvörðuð út frá hagnaði eða ytri hagfræðilegum þáttum, heldur bara í þeim tilgangi að leyfa fólki að lifa.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation