Auglýsa leiðakerfið inn í strætisvögnum

Auglýsa leiðakerfið inn í strætisvögnum

Auglýsa leiðakerfið inn í strætisvögnum

Points

Það væri gagnlegt ef inni í vögnum væru útprentanir sem sýndu leiðarkerfið, svipað því sem tíðkast í almenningssamgöngum margra helstu nágrannaríkja okkar, bæði leið viðkomandi vagns og yfirlitsmynd leiðakerfis. Eins og er, er engin leið til að fá svar við því hvar vagn stoppar eða hvar hægt er að skipta um vagn eftir að maður er lagður af stað, nema trufla vagnstjórann. Kostnaður er hverfandi: efnið er allt til, það þarf bara að prenta út og hengja upp.

Þetta er alveg sjálfsagt mál. Skil ekki af hverju þetta hefur ekki verið gert fyrir löngu.

Einföld breyting sem kostar lítið!

Spurningin kom upp utan Betri Reykjavík hvort ekki væri gaman að leysa þetta með Android smáforriti eða annarri tæknilausn. Ég tel það að setja upp merkingar í vögnunum vera bæði ódýrari og betri lausn, þar sem hún gagnast strax öllum sem nota strætó, og sérstaklega ferðamönnum, þeim sem nota strætó ekki á hverjum degi og þeim sem ekki eiga snjallsíma. Ég nota skilti af þessu tagi mjög mikið þegar ég ferðast í erlendum stórborgum.

Ég er sammála því að það myndi hjálpa mikið ef leiðarkerfi væri hengt upp á vegg í strætó. Þegar farið er með nýjum leiðum sem maður þekkir ekki er gott að geta fylgst með því hvaða leið strætó keyrir og þá veit maður líka betur hvenær maður á að fara út. Þetta myndi líka auðvelda öllum þeim ferðamönnum sem nýta sér strætó að "rata" með strætó.

Þrátt fyrir að starfsfólk strætó sé sérlega áhugasamt og duglegt að gefa upplýsingar í gegnum síma og leiðinlegt að hafa af þeim þau fjölbreytilegu símtöl sem hljóta að berast daglega, þá er þetta bara nobrainer. Þarf að ræða þetta eitthvað?

Ég sendi einmitt þessa tillögu til Strætó fyrir nokkrum árum. Það fékkst ekki hljómgrunnur fyrir því og mér sagt að ég geti alltaf spurt bílstjórann. Hef samt lent í því að fara og spurja bílstjórann og honum brá svo mikið að hann var næstum búinn að keyra á skilti (ég er ekki að ýkja). Ég vil ekki trufla bílstjórann og það er ekki hægt að hringja í strætó um kvöldin og um helgar. Þetta er nobrainer eins og einhver sagði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information