Sensual sundlaugar, ilmolíur, litir, tónlist, róandi lýsing.

Sensual sundlaugar, ilmolíur, litir, tónlist, róandi lýsing.

Points

@Ingóflur, hitabeltisumhverfi - já það væri flott.

Ég styð allavega hugmyndina um fjölbreyttari sundlaugar í Reykjavík. Það má hugsa þær meira sem baðlaugar en sundlaugar. Sá íþróttaandi sem svífur yfir vötnum í hönnun lauganna okkar er dálítið þvingandi á köflum. En ég veit sem sagt ekki með akkúrat þessa framsetningu á hugmyndinni...

Næring er ekki bara í gegnum fæðu heldur líka í gengum öll skynfærin. Sundlaugarnar eru rétti staðurinn til að skapa róandi, fallegt og þægilegt umhverfi. Hægt er að setja ilmolíur í gufuna, lituð ljós í vatnið, mósaik og liti á gólf og veggi. Slökunar tónlist í búningsklefa og hvíldarherbergi. Hlýleg og róandi lýsingin og margt fleira sem nærir ĺíkama og sál.

Sjá önnur rök undir "Öll bestu rök". hér tók ég út tillögu um að auka gróður í sundlaugum þar sem þetta er sér tillaga en ekki rök í þessu máli.

Farið varlega með ilminn - margir eru með ofnæmi fyrir lykt.

best að hafa þróun í gangi í þessum málum eins og öðru, furðulegt að allt sé enn hannað svona sterílt eins og islenskur vatnsstaður er mikill lúxus og gott fyrir andlega og likamlega heilsu, spa, kurort og opið fyrir alla.

Ég hef sjálfur fengið svipaða hugmynd. Mundi vilja sjá sundlaug og potta umkringda hitabeltisgróðri. Og svo frumskógarhljóð og notalega lýsingu. Auðvelt að rækta hitabeltisplöntur í svo miklum raka. Finndist persónulega frábært að borgin ræki eina svoleiðs sundlaug, þokkalega stóra. Sýna ferðamönnum í leiðinni að það sé hægt að skapa hitabeltisumhverfi hér svo norðarlega. Allt hægt :)

Unaðsleg hugmynd

M.a. í Laugum sem rekið er af World Class.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information