Það er mjög ábótavant hversu sjaldan snjóruðningstæki eru á ferðinni í Grafarvoginum. T.d. á Fjallkonuvegi, Hallsvegi, Langarima, Strandvegi og í bröttustu íbúagötum hverfisins, Austurfold og Vesturfold. Við erum stórt hverfi í Reykjavík og það er eins og við séum skilin eftir!
Það er varla hægt að geta ferðast um, úr eða í Grafarvoginn þegar það er snjór úti. Þetta fer versnandi með árunum. Við erum stórt hverfi í Reykjavík og það er eins og við séum skilin eftir! Íbúar í bröttustu götum hverfisins, Austurfold og Vesturfold komast varla til síns heima nema á fjóhjóladrifnum bílnum/jeppum.
Það er hörmulegt að keyra þarna um þegar snjórinn er, bílarnir ná engri gripi vegna snjó, einnig bílar sem eru á mjög góðum dekkjum. Það er mjög mikið vesen bara að keyra út ibuðargötur og þetta þarf að lagast! Sem fyrst
Algjörlega sammála þessu. Það er eins og Grafarvogurin sé ekki inn í planinu hjá Reykjavíkurborg þegar kemur að snjómokstri. Eða er kannski verið að spara svona mikið í þessum málaflokki?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation