Háteigsvegur, breyta neðri hlutanum í einstefnu, upp.

Háteigsvegur, breyta neðri hlutanum í einstefnu, upp.

Breyta neðri hluta Háteigsvegar í ein stefnu, þannig að keyrt sé upp veginn í átt að Háteigsskóla til að draga úr að fólk sé að stytta sér leið í gegnum hverfið. Einnig er gatan mjög þröng til að mæta bílum úr gagnstæðri átt.

Points

Gatan er mjög þröng og erfitt að mæta öðrum bílum, draga úr því að fólk sé að stytta sér leið í gegnum hvefið en Háteigsskóli er efst í götunni og mikið af börnum að labba götuna. Ekki hægt að mæta strætó nema að stoppa í stæði. Betra að keyra upo götuna til að koma börnum í skólann.

Það mætti leyfa strætó að keyra í báðar áttir.

Þrengslin gera það að verkum að það er keyrt hægt um götuna. Einstefna yrði til þess að keyrt yrði hraðar og umferð færist á Flókagötuna.

Flókagata ber miklu betur umferðina, gatan er í fyrsta lagi breiðari og auk þess er bara íbúðarbyggð öðru megin - húsin standa líka langt inn á lóð svo íbúar ættu ekki að verða varir við aukningu umferðar. Ef það yrði einstefna myndi bílum fækka í götunni, og ökumenn þyrftu ekki að gefa í til að flýta sér um Háteigsveg áður en þeir mæta öðrum bílum.

Það þarf að beina strætó um annan veg, til dæmis í gegnum Flókagötu og jafnvel banna að leggja bílum öðru megin götunnar þar sem umferð getur verið í báðar áttir. Mikil hætta er núna á meðan þessu veðri stendur og bílstjórar strætisvagnana (ekki allir) virða eða bíða ekki eftir bílum þar sem þeir eru að reyna að halda sig innan tímaramma. Einnig myndast hætta fyrir gangandi vegfarendur þar sem lagt er allstaðar beggja megin við götuna og hallar það á sýn vegfarenda. Þetta kallar á breytingar!

Það má vera að það sé hægt að bæta ýmislegt til að auka öryggi á Háteigsvegi en ég er ekki viss um að einstefna sé rétta leiðin til þess. Það er betra að hafa hæga umferð í báðar áttir en hraða í aðra. Auk þess er betra að dreifa umferð á fleiri götur í stað þess að beina öllum sömu leið. Flókagata er vissulega bara með íbúðarhús öðru megin en það er útivistarsvæði hinumegin og fólk þarf að fara yfir hana til að komast þangað. Líka fólkið sem býr við Háteigsveg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information