Laga göngustíga í Grundargerðisgarði

Laga göngustíga í Grundargerðisgarði

Malbika göngustíga í Grundargerðisgarði svo auðveldara sé að ganga um hann á veturnar, einnig til þess að auka nýtingu á garðinum.

Points

Göngustígurinn verður að stórum drullupoll þegar það er blautt úti og erfitt að labba i gegnum garðinn

Annar ókostur göngustígsins (fyrir utan það að verða að forarsvarði) er það að þegar hann frýs er stórhættulegt að labba í myrkri og maður misstígur sig hægri vintstri. Væri til í nýtt undirlag. Mín vegna má vera möl svo lengi sem það er ekki mold 3 sentimetrum neðar sem verður að drullu. Malbik eða steypa væri fullkomið

Göngustígarnir í Grundargerðisgarði verða að drullusvaði á veturnar þegar blautt er sem gerir það að verkum að MJÖG mikil hálka verður þar þegar það frystir og því getur verið erfitt að labba um garðinn á veturnar. Ég mundi vilja að stígarnir yrðu málbikaðir til þess að fyrirbyggja þennan vanda. Með því að malbika göngustígana gæti yngsta kynslóðin notað garðinn meira t.d. til þess að æfa sig að hljóð og/eða vera á hlaupahjóli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information