Aðgangsstýrð langtímahjólastæði innan veggja bílastæðahúsa

Aðgangsstýrð langtímahjólastæði innan veggja bílastæðahúsa

Setja upp langtímageymslu fyrir hjól innan veggja bílastæðahúsa borgarinnar. Þetta væri gert til að auðvelda bæði íbúum í smáu húsnæði eða geymslulitlu og starfsfólki nágrennisins að nýta sér hjólreiðar sem ferðamáta allt árið um kring. Æskilegt væri að við geymsluna væri hægt að skola af hjólinu og gera smáviðgerðir. Bílastæðahús eru nú þegar vöktuð en með meðlimagjaldi og aðgangsstýringu mætti enn frekar auka öryggi.

Points

Sem íbúi með lítið geymslupláss geymi ég hjólið mitt úti á sumrin en fer með í langtímageymslu fjarri heimili mínu á veturna. Ef þessi hugmynd yrði framkvæmd gæti ég og fólk í svipaðri stöðu geymt hjólið sitt tiltölulega nærri heimili sínu allt árið um kring og gripið í það alltaf þegar þess þyrfti

Fáir vinnustaðir bjóða upp á viðunandi hjólageymslu fyrir starfsfólk. Með þessari hugmynd mætti koma til móts við fólk sem vill hjóla til vinnu en ekki haft aðstöðu til þess hingað til.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information