Hundagerði við skíðabrekkuna í Grafarvogi

Hundagerði við skíðabrekkuna í Grafarvogi

Tilvalið svæði fyrir hundagerði má finna neðst í skíðabrekkunni í Grafarvogi. Þarna er gott pláss sem ekkert er notað í dag. Hægt væri að gera tvískipt svæði fyrir stærri og smærri hunda.

Points

Gott mál en ég hefði viljað fá hundagerðið meira miðsvæðis því Grafarvogurinn er stór og langt að fara fyrir okkur i hinum enda hverfisins

Þetta svæði er við mjög vinsæla gönguleið hundaeigenda Húsa- og Foldahverfis. Ekki skapast ónæði frá þessu svæði þar sem það er fjarri íbúabyggð.

Ég fæ ekki séð að staðsetning skipti máli heldur frekar að hundagerðið verði sett upp og er svæðið undir skíðabrekkunni alveg tilvalið. Hundagerðið t.d í Hveragerði var fyrir utan bæinn, bæði fyrir stóra og smáa hunda en núna er það farið vegna skipulagsmála. Einnig tel ég að tvískipt gerði sé algjör nauðsyn, bæði hvað varðar stóra og smáa hunda en einnig kannski líka hunda sem eru í umhverfisþjálfun og kannski enn óöruggir úti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information