Flokkun og endurnýting Sorps í Reykjavík

Flokkun og endurnýting Sorps í Reykjavík

Flokkun og endurnýting Sorps í Reykjavík

Points

Þegar ég fer með rusl í tunnuna hjá mér og sé hverju fólk er að henda þá blöskrar mér. Málingardósir með málningu í, ýmis eiturefni osfrv. Hvaða áhrif haldið þið að slík efni hafi á jarðveginn og umhverfið. Hugsið áður en þið hendið hugsunarlaust frá ykkur hverskyns rusli.

Ég er mjög sammála Ara, við erum svo aftarlega á merinni í þessum málum.

Við erum langt á eftir Evrópu með flokkun á sorpi. Við ættum frekar að setja fordæmi og vera leiðandi með bættri umhverfisvitund.

Akureyrar bær hefur núþegar hafið flokkun alls soprs heimila og hafa bæjarbúar og sveitungar tekið góðan þátt í þessu átaki. Reykjarvíkur borg ætti að mínu mati að taka af skarið líka í flokkun sorps heimilanna. Munurinn liggur í því að þegar allt rusl er heimilanna er tekið í einum haug úr ruslatunnum heimilana er einungis hægt að urða sorpið. Ef heimilin myndu flokka sitt sorp sjálf væri hægt að endurnýta meirihluta sorps heimilanna. Linkur fylgir með sem innheldur áhugaverðar staðreyndir

Með því að flokka sorp er unnt að nýta og endurvinna betur allt sorp. Þetta er miklu hreinlegra í alla staði. Það er auðvelt að venja sig á að flokka og verður að vana. Ég flokka allt mitt sorp og fer með það í sorpu á laugardögum. Það kemur því lítið sorp frá mér í tunnurnar hérna í blokkinni. Ef það væru fleiri tunnur til að flokka þá mundi fólk sjá nauðsyn þess að flokka allt rusl. Ef rusl er urðað í sífellu þá erum við að setja allskyns efni í jarðveginn og umhverfið sem er mjög slæmt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information