Matjurtahverfisgarðar búnir til inní hverfunum

Matjurtahverfisgarðar búnir til inní hverfunum

Matjurtahverfisgarðar búnir til inní hverfunum

Points

Það er mannbætandi að hafa litla hverfistmatjurtagarða. Þar verða til lítil samfélög sem stuðla að heilbrigði og fegrun á stöðum sem eru ónotaðir í hverfunum t.d. garðurinn hjá Vesturbæjarlaug, gamla leikvöllinn á Vesturgötu og aðra leikvelli sem eru ónotaðir t.d á horninu á Bræðraborgarstíg og Túngötu, Landakotstún, meðfram sjónum, hjá Háskólanum. Það er hægt að breyta ljótum bílaplönum í fagra matjurtagarða ef vilji er fyrir hendi. Sjá spennandi slóð: http://esynyc.org

Mér finnst þetta frábær hugmynd!! Í Bakkahverfinu er mikið um stórar ónotaðar grasflatir sem væri sjálfsagt að breyta í hverfismatjurtagarða (community gardens). Þetta eru almenningssvæði sem og stórar lóðir við blokkir. Kannski er hægt að koma upp einhverju styrkjakerfi fyrir húsfélög eða hverfasamtök til að útbúa garðana.

Mikill kostnaður fylgir umhirðu á svo kölluðum grænum svæðum sem verulega mætti draga úr með því að breyta þeim svæðum sem til þess henta í matjurtagarða fyrir borgarbúa, slíkt mun einnig efla heilsufar íbúa og auka samfélagsvitund sem bætir umgengni og vellíðan borgarbúa.

Frábær hugmynd ! Mikið myndi þetta lífga upp á umhverfið og mannlífið !

Þessi hugmynd hefur verið flutt úr flokknum frístundir og útivist í flokkinn umhverfismál.

spurning um hollustu jarvegsins eftir td áratuga blýbensín og hver veit hvað annað, lífrænn úrgangur af heimilum verður jarðvegur , mætti safna metani úr honum fyrst í gryfjum með yfirbreiðslu.

og undirbreiðslu

Ekki taka leikvellina í burtu.

Það er mikið að landisem hægt er að breyta í matjurtagarða. Þetta er bara spurnig um að úthluta þessu landi undir þessa starfsemi og leifa fólki að vera með verkfæraskúr og girðingu í kringum sinn matjurtagarð. .. Mikið pláss í Laugardal við Suðurlandsbraut, Elliðaárdal við Breiðholt, Öskjuhlíð við Flugvallarveg og fullt af öðrum stöðum. það þarf ekki að taka burtu leikvellina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information