umferð vörubíla um Skeiðarvog verði bönnuð

umferð vörubíla um Skeiðarvog verði bönnuð

Nauðsynlegt er að takmarka umferð þungra vöruflutningabíla á Skeiðarvogi. 2 skólar eru í götunni og hundruðir vörubíla keyra götuna a hverjum degi. Held að flestir séu sammála um að öryggi barna og gangandi vegfarenda sé ábótavant. Því legg eg til að bílum yfir 6 tonn verði bannað að aka gegnum götuna (fyrir utan Strætó).

Points

Öryggi gangandi vegfarenda og íbúa verður alltaf að vera í forgangi í íbúðahverfum. Umferð allra tegunda bíla er orðin alltof mikil um götuna.

Öryggi ungra skólabarna ábótavant

Umferð þungra ökutækja á ekkert erindi þar sem fjölmörg börn eiga leið yfir götur líkt og í Skeiðarvogi. Auk þess hefur hávaði og mengun við götuna, ekki síst af völdum vöruflutningabifreiða, stóraukist á síðastliðnum árum, íbúum til lítillar gleði.

Bara Þótt þetta séu stórir bílar þýðir ekki að þeir séu að keyra neitt hraðar enn aðrir svo það stafar enginn áhætta. Krakkar lýklegari til að hoppa fyrir fólksbíl heldur enn vörubíl miðað við að vörubílar með farm þurfa almennt að keyra frekar hægt þar sem er mikið af umferðarljósum til að koma í veg fyrir að hlutir svo sem á brettum detti ekki út úm allt (allavega í minni reynslu sem bílstjóri).

Sjá líka skilt mál hér https://hverfidmitt-2020-2021.betrireykjavik.is/post/8179

Barnaskóli er við götuna og auðvelt er að beina umferð aðra leið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information