Hverfisgatan einstefna og burt með strætó og þunga bíla

Hverfisgatan einstefna og burt með strætó og þunga bíla

Hverfisgatan er algert kaos eins og hún er í dag, Kaffihús verslanir og margt skemmtilegt er að opna í stórum stíl en fólk situr í skít og rykmengun sem hlýst af stanslausri umferð þungra bíla í báðar áttir.

Points

Hverfisgatan hefur gengið í endurnýjun lífdaga og virkar afskaplega vel eins og hún er í dag. Hæg bílaumferð í báðar áttir og gott pláss fyrir gangandi og hjólandi. Ef gatan yrði aftur gerð að einstefnu myndi það auka álag á Laugaveg og valda óþægindum þegar Laugaveg er lokað fyrir umferð bíla.

Frábær hugmynd að minnka umferð um Hverfisgötu. Ég tel þó mikilvægt að strætó gangi áfram um hana

Það tekur enginn strætó til að komast á Sæbraut, heldur til að komast í miðbæinn. Það er ekki nægilega gott aðgengi fólks frá Sæbraut að miðbæ til að færa strætó á Sæbrautina. Flestir strætónotendur glöddust þegar strætó fór að ganga Hverfisgötuna aftur.

Sammála með einstefnu en Strætó á klárlega að ganga um götuna. Strætó ætti jafvel að vera einn um að fá að aka Hverfisgötu.

Upp og niður Hverfisgötuna fara tæplega 50 tólf til fimmtán tonna vagnar á hverri klukkustund. Mengunin og ryk af þeirra völdum er gríðarleg. Að tala um að það sé hæg bílaumferð upp og niður götuna er ekki alveg samkvæmt sannleikanum enda keyra flestir allt of hratt. En auðvitað á að vera þjónusta á þessari leið, bara ekki í þessu formi. Staðreyndin er sú að þeir sem taka bílinn á Hlemmi eru að stæðstum hluta fólk sem er að fara niður á Lækjartorg eða lengra og öfugt.

Alls ekki færa Strætó burt af Hverfisgötu. Þetta er eina gatan sem hægt er að taka strætó inni í miðbænum og allt of langt fyrir til dæmis fótafúið fólk að ganga niður að Sæbraut til að taka strætó.

Nærri lagi væri að loka fyrir akstur bíla, en nauðsynlegt að strætó gangi þar.

Með því að breyta Hverfisgötunni í einstefnu, minnkum umferðina og gerum líka pláss fyrir gangandi og hjólreiðar í minni mengun og ryki. Setum strætó á Sæbrautina aftur, Það væri hægt að vera með litla vistvænar hópbifreiðar sem færu frítt ákveðna hringi í miðbænum t.d. BSÍ, Hallgrímskirkja, Miðbær o.s.frv.

Það má ekki bara fækka og setja hömlur, það þarf að færa. Það mætti kannski færa nokkrar strætóleiðir niður á Sæbraut, en Strætóaðgengi að Miðbænum er nauðsynlegt. Bílaumferð Hverfisgötu þarf þá að færa þangað líka, sem og bílastæðahús og bílastæði, til að fólk keyri þessa götu ekki í leit að stæði

Þegar Hvefisgatan var einstefnugata þá var þetta gatan sem bílar voru að spyrna í, tvær akreinar upp úr miðbænum engin umferðaljós fyrr en á Klapparstíg, svo aftur þaðan og upp að Barónsstíg. Löggan gat illa falið sig og hraðamælt og fyrir vikið var þetta frekar ömurlegt. Hafa Hverfisgötuna einstefnu og þá eina akrein gæti ég stutt, ekki tvær akreinar eða gera eins og upphaflega var gert, að bara strætó má keyra niður Hverfisgötuna.

Sem íbúi hverfisgötu styð ég einstefnustefnu, ef að staðan er þannig að fólk taki strætó í miðbæinn þá getur hann gengið niður hverfisgötu en til baka um sæbraut. Mengun, háfaði og hröð umferð er daglegt brauð á Hverfisgötu, ásamt framkvæmdum sem hafa nú verið í gangi í 5 ár og virðast engan enda ætla að taka. Hverfisgata er orðin fjölbreytt verslunar og skemmtunargata, leyfum henni að blómstra án bílaþunga

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information