Strætó stoppi beint fyrir framan Kringluna

Strætó stoppi beint fyrir framan Kringluna

Núverandi strætóstoppistöð er staðsett við Miklubraut sem er talsvert langt frá Kringlunni. Færa mætti stoppistöðina/gera nýja alveg við yfirbyggðu gönguleiðina sem er inní Kringluna. (Gönguleiðin sem er í gegnum bílakjallarann innað 1. hæð þar sem Hagkaup er og fleiri verslanir). Þannig myndi leiðin styttast og fólk gæti farið beint úr Kringlunni og uppí Strætó án þess að þurfa að fara út í leðinlegu veðrin eins og oft er hér á íslandi.

Points

Gatan sem nýja stoppistöðin myndi verða á ("Kringlan") er einstefnugata sem er með pláss fyrir 2 bíla í einu og því er nóg pláss fyrir nýja stoppistöð á þessum stað. Ítarefni / Sjá útskýringamynd : http://1.123.is/FS/e361a303-d819-412c-ba71-e3b5b7181f3d_L1800.jpg?0.6397461288142949

Leiðin sem fólk þyrfti að ganga myndi styttast umtalsvert og verða betri því ekki þyrfti lengur að fara undir bert loft til að ná/bíða eftir Strætó. (Engin leiðinleg veður) Ítarefni / Sjá mynd 1 : http://1.123.is/FS/85eeddab-f333-476d-b59c-3886c443dcd9_L1800.jpg?0.7180005211848766=0.5751004491467029

Það þyrfti ekki að breyta tímatöflum Strætó við færslu stoppistöðvarinnar því það tekur aðeins um 20-30 sekúndur aukalega að keyra nýju leiðina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information