Ókeypis í strætó fyrir fólk með barnavagna

Ókeypis í strætó fyrir fólk með barnavagna

Ókeypis í strætó fyrir fólk með barnavagna

Points

Víða erlendis tíðkast að fullorðið fólk á ferð með barnavagn fái frítt í strætó. Það hvetur barnafólk til að nota strætó auk þess sem ekki verður lengur þörf á því að skilja barnavagninn eftir meðan hlaupið er til bílstjórans að borga og skakklappast til baka þegar vagninn er að taka af stað. Þessi breyting mun sennilega ekki kosta strætó mikið en það munar um minna fyrir fólk í fæðingarorlofi.

Þetta er ekki spurning um krónur heldur öryggi barnanna. Það er hættulegt að þurfa að skilja barnavagn eftir til þess að fara frammí og greiða fargjaldið. Vagnstjórar keyra því miður of oft af stað áður en forráðamaður nær aftur til vagnsins til að tryggja öryggi barnsins bæði vegna hreyfinga vagnsins eða einhvers sem aðrir farþegar gætu tekið uppá.

Ég bý í Svíþjóð og þar er ókeypis í strætó fyrir þá sem eru með barnavagna, kerrur eða göngugrind, ein ástæðan er sú að ekki er öruggt með að fá pláss í strætónum því það er takmarkað. Væri fúllt að þurfa að borga í strætó og komast ekk með og kanski þurfa að bíða úti þar til að næsti kemur,

Mér finnst það ekki skynsamlegt að gefa frítt í strætó. Þá er Strætó bs. að eyða óþarfa fjármagni í að gefa frítt í strætó að óþörfu, sem ætti frekar að vera nýttur til að bæta strætókerfið, ef þess þarf, en ekki til að gefa frítt í strætó. En þó er allt í lagi að gefa frítt í strætó á menningarnótt, eins og gert hefur verið.

Barnavagnar og kerrur taka mikið pláss. Ég sé ekki að það sé sanngjarnt að þeir fái frítt á meðan aðrir borgandi farþegar eru eins og síld í tunnu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information