Skoða möguleika á að innleiða Bus Rapid Transit í Strætó

Skoða möguleika á að innleiða Bus Rapid Transit í Strætó

Skoða möguleika á að innleiða Bus Rapid Transit í Strætó

Points

Bus Rapid Transit er hugmyndafræði sem hefur verið að ryðja sér til rúms í mörgum erlendum stórborgum sem hagkvæmari kostur en t.d. léttlestar og sporvagnar. Hægt er að nýta innviði sem eru til fyrir sem gerir það að verkum að stofnkostaður er mun minni en við aðra kosti. Mikil áhersla er lögð á ímyndarbreytingu og aukið þjónustustig í þessari aðferðafræði. T.a.m. er mikilvægt að farþegar greiði áður en farið er um borð, biðskýli séu góð og að vagnar fái raunverulegan forgang í umferðinni.

Ef auka á hlut almenningssamgangna í Reykjavík þarf þjónustustig strætisvagna að vera mun hærra., t.d. hærri ferðatíðni og aukinn forgangur strætisvagna í umferð. Það þarf að vera einfaldara að greiða fyrir strætisvagn (t.d. rafrænt, á netinu o.s.frv.) Þeir sem eru mjög áhugasamir geta lesið t.d. leiðbeiningar um hvernig best sé að innleiða BRT kerfi http://www.itdp.org/documents/Bus%20Rapid%20Transit%20Guide%20-%20complete%20guide.pdf Þarna eru mjög ítarlegar upplýsingar um kosti BRT kerfa, hvernig vandamál eru leyst og tekin ýmis dæmi um kerfi sem sett hafa verið upp í borgum víðs vegar um heiminn. Helstu einkenni á góðum Bus Rapid Transit kerfum. Þetta er fengið af Wikipedia síðunni sem tengt er í í rökunum hér að ofan: http://en.wikipedia.org/wiki/Bus_rapid_transit : * Sérstakar strætisvagna akreinar, hugsanlega með fullum forgangi, hugsanlega afmarkaðar frá umferð með vegriði * Stundum eru ákveðnar götur lagðar alfarið undir starfsemi strætisvagna til þess að búa til samgöngumiðstöðvar sem verður til þess að auka hraða og áreiðanleika þjónustunnar. * BRT þarf að ná yfir sem stærst svæði með litlum tilkostnaði og samnýtir því innviði með annarri umferð. * Þjónar fjölbreyttum markhópi með mismunandi þarfir með hárri ferðatíðni yfir allan daginn. Það þarf að koma þessum ólíku hópum milli staða hratt og örugglega en gera ferðina um leið ánægjulega. Þessi einkenni eru mjög mikilvæg til þess að mæta kröfum ólíkra markhópa. * Veita strætisvögnum forgang á ljósum * Ímynd er góð og er oft búið til nýtt vörumerki (t.d. Viva, Max, TransMilenio, Metropolitano, Select í öðrum löndum). Biðskýli, vagnar og stoppistöðvar eru vel merkt með vörumerkinu. Ímynd samgöngukerfisins á að gera það að aðlaðandi kosti og vera raunhæfur kostur í stað einkabíls. * Viðskiptavinir greiða fyrir farið áður en farið er inn í vagninn. Þetta flýtir fyrir öllu ferlinu því vagnstjóri þarf ekki að sjá um að innheimta fargjöld. Sum kerfi innheimta áður en farið er inn í biðskýli. Því geta farþegar farið hratt og örugglega inn í vagninn, jafnvel um allar dyr hans. * Ekki mikil hækkun þegar gengið er inn í vagninn. Þetta má leysa með því að vera með lága strætisvagna eða hærri palla þar sem vagnarnir stoppa. Þetta flýtir fyrir inngöngu farþega og eykur aðgengi t.d. fatlaðra.

Áhugavert myndband um BRT í Bogotá: http://www.streetfilms.org/bus-rapid-transit-bogota/

Það má segja að lífsgæðaaukning af því að eiga bíl sé mikil, en á móti má líka segja að lífsgæðaaukning af því að vera með almennilegar almenningssamgöngur sé mikil. Þetta er allt spurning um viðhorf. Ég myndi t.d. telja það vera mikil lífsgæði að geta sest upp í strætisvagn sem er tiltölulega fljótur á milli svæða í borginni og notað tímann til einhvers annars en að vera í umferðinni, bíða á ljósum og vera fastur í umferðaröngþveiti.

Nákvæmlega ! Svo má ekki gleyma lífsgæðaaukning heildarinnar og þeirra hópa sem ekki geta verið á einkabílum. ( Né reiðhjólum, þó mun fleiri geta hjólað en margan grunar))

Mér finnst þetta mjög flott hugmynd og hef reynslu af því að búa í Danmörku þar sem almenningsamgöngur eru frábærar. En ef ég á að vera raunsær þá er Reykjavík of dreifð fyrir almennilegt almenningsamgöngukerfi.

ég bjó í Bogotá þar sem þetta kerfi er í gangi! Ótrúlega magnað. Værir gjarnan til í að sjá þetta kannað amk.

Væri ekki hægt að byrja á helstu umferðaræðunum, t.d. Hafnarfjörður - Garðabær - Kópavogur - RVK/HÍ/HR/.. og svo úr úthverfum borgarinnar í miðbæinn? Það er kannski hægt að laga kerfið að dreifbýlinu okkar þ.a. það séu bílastæði við helstu stöðvarnar og fólk gæti þá keyrt þangað? Þétting byggðar og betra samgöngukerfi hlýtur að byggjast upp samhliða og tekur sinn tíma.

Byggðin á höfuðborgarsvæðinu er of dreifð (byggð er a.m.k. 10x þéttari í borgum sem hafa tekið upp BRT) og veður of vond til að skynsamlegt sé að halda úti almenningssamgöngum -hvað þá BRT-kerfi. Það þarf frekar að afnema skatta á bíla og bensín og leyfa frjálsum markaði (leigubílar, skutlur) að sjá um þá sem ekki geta ekið. Lífsgæðaaukningin af að eiga einkabíl er svo mikil að fólk þarf ekki að vera með miklar tekjur til að reka bíl. Á meðan svo er er allur þorri fólks ekki á leið í vagnana.

Einn af kostum BRT kerfis fyrir borgina er að þar verður til "fast" kerfi sem getur þá farið að stýra og hafa áhrif á þróun borgarumhverfisins líkt og lestarkerfin gera víða. Nálægð við kerfið verður ákveðinn kostur sem ekki mun hverfa svo glatt. Þetta er ódýrari lausn en neðanjarðarlestir, léttlestir og sporvagnar en hefur marga sömu kosti. Þetta myndi gera helstu leiðir aðgengilegri hreyfihömluðum t.d. þeim sem nota hjólastól Það mætti jafnframt athuga hvort vagnarnir gangi fyrir rafmagni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information