Rífa löngu blokkina sem gengur undir nafninu Langavitleysan.
Á sínum tíma og enn í dag hefur Fellahverfið verið kallað byggingafræðilegt stórslys. Hverfið hefur að vísu farið batnandi með klæðningu blokka og vaxandi gróðri. Helsta óprýði hverfisins er þó langa blokkin við Fannafell, Gyðufell og Iðufell. Þessi blokk hefur gengið undir nafninu, Langavitleysan og er það sannkallað réttnefni. Þessi langa blokk er eins og fangelsisveggur sem lokar Fellahverfinu fyrir utan það hve hún er ljót. Rífa þarf blokkina og gera íbúum kleift að kaupa aðrar íbúðir.
Fellahverfið yrði miklu opnara og fallegra ef þessi blokk hyrfi af sjónasviðinu. Íbúum hverfisins myndi líða betur yfir því að helsta kennileiti hverfisins Langavitleysan sem oft birtist á sjónvarpsskjánum með fréttum sem tengjast efnalitlu fólki væri ekki til lengur. Einnig yfir því að hverfið myndi ekki minna lengur á ghettó sem er lokað inni af löngum 'múrvegg' þ.e. Lönguvitleysunni.
ja þetta þykja mér götótt rök , ok ef væri gert gat á blokkina fyrir miðju til að hleypa fólki í gegn , hvert gæti það farið , ekki beint áfram þv´þar eru bílastæði og umferðargata og svo háar girlðingar fótboltavalla, blokkin var höfð svona með vilja til að beina gangandi að fellaskóla í vestri og að austurbergi í austri, grunar mig. og halda gangandi frá umferðargötu sem liggur við norðurhlið blokkar.
Hver er munurinn á þessari blokk og Asparfelli/Æsufelli ? Bara lögunin ekki satt ? Það heyrist ekkert um að rífa þá byggingu.
Asparfell og Æsufell blokkin er jú öðruvísi í laginu rétt er það hjá þér FHS. Samt er það ekki BARA lögunin sem munurinn liggur í. . Asparfell/Æsufell blokkin stendur nokkuð sér á stórri lóð. En 'Langavitleysan' liggur meðfram öllu Fellahverfinu og skyggir á allt útsýni frá því í þá áttina. Þessi blokk minnir einna helst á fangelsisvegg eða jafnvel Berlínarmúrinn þegar hann var og hét. 'Múrinn' lokar Fellahverfinu algjörlega og hvergi í nokkrum öðrum blokkarhverfum í borginni hef ég séð neitt svipaða byggingu sem lokar af heilu hverfi. Aftur á móti eru stórhýsi eins og Asparfell/Æsufell hér og hvar um borgina t.d. háhýsin á Austurbrún þó þau séu ekki eins mikil um sig og Asparfell/Æsufellblokkin. Sú blokk er heldur ekki beint falleg en þó skömminni skárri en Langavitleysan. Annars úir og grúir Reykjavík af svipuðum 'slysum' og má þar t.d. nefna turninn í Túnahverfi sem trónir þar innan um örlítil einbýlsihús. Annars er allt Fellahverfið að segja má byggingarsögulegt slys. En gera mætti hverfið búsetuvænna með því að fjarlægja Múrinn/Lönguvitleysu.
nú koma ný rök , útsýni, á þá að rífa öll hús í borginni sem skyggja á útsýini úr öðrum húsum , nei alls ekki. . í blokkunum innan við löngu er ekki mikið útsýni en samt nokkuð til hliðar í suður upp í gróðurvaxna vatnsendahæð . en fólkið vissi það áður en það keypti þær. fólk hefur val , mörgum er sama um útsýni. og hvaða útsýni er í norður frá fellum, frekar lítið, það sést bara yfir íþróttavellina skólana og blokkir í vestur og austurbergi og hólum í fjarlægð og svo í toppinn á esjunni bakvið öll þessi hús sem eru á hæð norðan og ofan við fellin. mér líkar að sjá útsýni yfir óbyggt land , sérstaklega af hæð og horft niður, , td úr fellablokkum við elliðaárdal, horft í austur, en útsýni yfir byggð þykir mér mun minna fyrir minn smekk. á jafnsléttu eða úr lægð.
já hérna sést svarið frá mér, það sást ekki þegar ég kom inn á þessa síðu úr gúgli, hélt svarið hefði tínst. , þessi vefur virkar ekki vel .
þið skrifið ekki málefnalega finnst mér, notið tilfinningahlaðin orð eins og sovétblokkir sem á lítið við hér. og safnast félagsvanda fólk frekar í stærri blokkir en minni, efast um það. sé enga ástaæðu til að borgin kaupi blokkirnar. eða rífa þær, þá myndu blasa við mjög líkar blokkir sem eru bakvið þessa löngu. bjarga frá að verða gettó , hvað meinarðu með gettó. það er óljóst. 2 gúglið byggingafræðilegt stórslys og sjáið að einu niðurstöðurnar eru um sjómannaskólann. skrifað af nema. þannig að ekki virðist fellahverfið hafa verið kallað það áður , amk ekki á prenti. er langa blokkin óprýði, margir eru ósammála því, er það vegna stærðarinnar , lengdarinnar, eru þá öll löng hús ljót, td turnar , nei , mörgum finnst turnar og löng hús ágæt. eins og fangelsisveggur, það sama má segja um hvaða blokk sem er . en rétt er að hún lokar fyrir umferð gangandi langa leið, en athugið að þótt gert væri op eða tvö fyrir miðju þá gætu gangandi ekki frarið áfram í norður því þar eru bara bílastæðin og gatan og háar langar lokaðar girðingar við íþróttavellina. hverfið er hannað með þessa löngu lokun í huga. rífa blokkina , þvílíkir öfgar, þetta hlýtur að vera grín.
Þessar risablokkir bjóða upp á fólk með félagsleg vandamál safnist saman á einn stað og það verði til gettó í breiðholtinu. Borgin ætti að kaupa þessar blokkir upp, jafna þær við jörðu og byggja eitthvað nýtt til að bjarga þessum hluta Breiðholtsins frá því að verða að enn meira gettói en það er nú þegar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation