Að byggð verði undirgöng fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur undir Borgarveg, á þeim stað sem gatan tekur sveig, þar sem strætisvagnar stöðva, á milli engjahverfis og rima- og húsahverfis. Mættu vera svipuð þeim sem finnast undir Hallsvegi (við suðurenda göngustígsins meðfram Gufuneskirkjugarði).
Um er að ræða stað með ómerktri þverun, hvorki eru gangbrautarskilti né sebrarendur. Umferð er þung og hröð á þessum stað sem um leið er ein aðalþverun fyrir vegfarendur. Á þessum tiltekna stað tekur gatan sveig sem veldur því að ökumenn sjá oft ekki vegfarendur í tíma til að stöðva fyrir þeim. Ungt fólk sem sækir tómstundir og afþreyingu milli hverfa er þar á meðal stór hluti þessarra vegfarenda. Nauðsynlegt að veita þeim hámarks öryggi til að efla virkan ferðamáta þeirra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation