Biðlínukerfi til að gera þjónustu RVK skilvirkari

Biðlínukerfi til að gera þjónustu RVK skilvirkari

Innleiða einfalt biðlínukerfi fyrir símatíma hjá starfsfólki RVK. Þjónustufulltrúi gefur samband við viðkomandi starfsmann, ef það er á tali er viðkomandi boðið upp á að bíða og fara í röð. Einnig væri hægt að bjóða fólki að starfsmaður RVK hringi til baka í fólk s.b. heilsugæslu. Þetta kerfið myndi létta lífið hjá öllum aðilum og spara mikla fjármuni. Það er ekki verið að biðja um að finna upp hjólið heldur innleiða það sem til er fyrir..

Points

Það hlýtur að vera dýrt að hafa starfsfólk í vinnu til að athuga hvort viðkomandi starfsmaður er á lausu eða ekki og taka á móti sömu símtölunum trekk í trekk. Einfalt biðlínukerfi gæti sparað mikla fjármuni og létt lífið hjá þjónustufólki sem svarar í símanum. Það er ekkert af því að bjóða fólki að setja það á bið hafi það áhuga á því. En að neyða því að hringja aftur og aftur til að athuga hvort viðkomandi sé hættur í símanum er forkastanlegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information