Strætó/Rúta um helgar eftir miðnætti

Strætó/Rúta um helgar eftir miðnætti

Í næturlífinu um helgar eftir miðnætti myndi vera rútur eða strætó sem skutlar þér í þitt úthverfi. Strætóinn myndi rukka hærra gjald en venjulega en væri mun ódýrari heldur en leigubíll. Eftir miðnætti myndi strætógjaldið hækka

Points

Fólk á við að hangsa í miðbænum til að veiða upp fólk til að deila gjald í taxa. Sumir týnast frá hópnum og eiga ekki efni á að taka taxa alein. Frá miðbænum til Grafarvogs t.d. kostar hátt upp í 4500-5000 kr ein ferð. Fólk sem vill komast heim en sjá engin úrræði hanga langt fram eftir, það getur myndað gremju og fúllyndi sem getur leitt til ágrenings við annað fólk. Magn leigubíla er gífurlega mikil og er það engan vegin umhverfisvænt. Fólk myndi geta komið sér heim þegar það hentar

Margt athyglisvert í þessari hugmynd Péturs en ég held að þetta hljóti að þurfa að skoðast í samhengi. Hvað með áhrifin á leigubílastéttina? Manni hefur ekki fundist þeir ánægðir með þróun mála, sér í lagi eftir hrun. Mér hefur líka fundist fólk kvarta yfir leigubifreiðaleysi í miðbænum, en ekki ofgnótt eins og kemur fram hjá Pétri. Hér þurfa fleiri sjónarmið að koma fram.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information