HMR tennishús í Laugardal

HMR tennishús í Laugardal

Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur (HMR) vill koma upp innanhús- og félags aðstöðu fyrir fánafótbolta-, hafnabolta-, mjúkbolta- og tennis íþróttir á sumaræfingasvæði félagsins í Laugardal. Svæðið er skilgreint í dag á deiliskipulaginu sem aðkoma fyrir rútur og taxa / svæði V. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 þá er lóðin innan skipulags Laugardalsins og skilgreint sem opið svæði og nánar skilgreint sem borgargarður. "Innan borgargarða er gert ráð fyrir útivistariðkun og fjölbreyttri mannvirkjagerð af ýsum toga sem tengist nytingu og þjónustu svæðanna til útiveru, afþreyingar og leikja og allra almennrar frístundaiðkunar." Sérstaklega vegna vaxandi áhugi fyrir tennisíþróttinni á öllum stigum hjá félaginu – frá yngstu byrjendum til hugsandi atvinnumanna, viljum við axla þessa ábyrgð og koma upp innanhúss tennisaðstöðu sem nyttast hinir íþróttir félagsins um leið. HMR hefur verið með tennisíþrótt í þrjú ár og með marga iðkendur, nokkra Íslandsmeistara titla og tennismann ársins 2015 & 2016. Við erum líka með framtíðaráætlun – sjá viðhengi, sem styður við uppbygging tennisspilara sem er í takt við Alþjóðatennissambandið. Við gerum líka ráð fyrir uppbygging fánafótbolta, hafnabolta og mjúkbolta íþróttir þar sem hefur vantar innanhússaðstaða frá upphaf félagsins, fyrir tiu árum. Þar sem þessar íþróttir eru á frumstig í þróun, sjáum við tækifæri í gegnum öflugt grasrótastarfsemi að gera þeim heilsársíþróttir. Við gerum ráð fyrir að vera með tíma til útleigu sem mun gera félaginu kleift til að styðja við svona grasrótastarfsemi, vera með öflugari barna- og unglingastarfsemi, betri mótahöld, félagakeppni og nauðsynlegan stuðning til afreksfólks. Þessi staðsetning hefur hentað félaginu vel í gegnum árin og pláss fyrir u.þ.b. 80 bílastæði vestan megin við lóðina í dag. Við höfum skoðað sambærilegar byggingar í Kópavogi - Tennishöllin, sem er með þrjá innanhúss tennisvelli (57 m. x 43 m., ca. 10m. lofthæð í mæni) og þjónustubyggingu (14m. x 9m., á einni hæð). “Gamla Tennishöllin” í Kópavogi (Sporthúsið í dag) hýsti sex innanhúss tennisvelli á sínum tíma sem var samtals 125m. x 39 m., ca. 10m. lofthæð í mæni. Vegna aukinnar eftirspurnar – frá grasrótastarfsemi upp í afreksstörf, af okkar mismunandi íþróttagreinum, höfum við gert hagvæmniathugun fyrir hugsanlegt íþróttamannvirki sem getur hýst þessar fjórar íþróttir og niðurstaðan sýnir að 4 til 6 tennisvalla hús væri skynsamlegasta lausnin. Viðurkennt tennis undirlag getur sömuleiðis nýst fyrir iðkun hafna-fána- og mjúkbolta. HMR var stofnað innan ÍBR fyrir ellefu árum og undanfarin þrjú ár höfum við verið í ábyrgð fyrir alla Reykvíska tennisstarfsemi innanhúss í Reykjavík – á þremur badminton völlum (st.27 m. x 14 m.) sem er ekki nægilega stórt fyrir einn tennisvöll (st. 36 m. x 18 m.). Það er ekki eitt innanhúss tennisvöll í Reykjavík þrátt fyrir því að Reykjavík tennis iðkendur eru vel yfir 600 manns í dag og því mikil þörf fyrir innanhúss tennisvelli í borginni. Til samanburð við innanhús tennisvellir hinu höfuðborg norðurlanda - Helsinki - 65 Kaupmannahöfn - 26 Osló - 44 Reykjavík - 0 Stokkhólm - 196 HMR vilja samstarf við Reykjavíkurborg til að koma til móts við þarfir íþróttarinnar í Reykjavíkurborg og það er hægt að treysta á að samstarfið verði gert á réttum forsendum öllum til hagsbóta. Félagið hefur reynslu, þekkingu, árangur og metnað og viljum tryggja velgengni þessar heimsíþróttar í borginni okkar. Til viðbót við Hverfið mitt, við erum með undirskriftasöfnunin í nafni íbúa Reykjavíkur, foreldra iðkenda og stuðningsmanna HMR. Gert er ráð fyrir að þeir sem skrifi undir séu orðnir 18 ára - https://is.petitions24.com/tennishus_i_reykjavik__indoor_tennis_facility_in_reykjavik Borgarstjórin Reykjavíkur fær listann afhentan í maí 2018.

Points

It is truly unbekievable that a city like Reykjavik doesn't have a single indoor tennis court. So jt would be great to see a change. The growing tennis community would only just grow even more.

Ekki spurning að það vantar fleiri velli fyrir tennis i Reykjavik. Mikilvægt að auðvelt se fyrir börn og fullorðna að geta stundað fjolbreyttar íþróttir!

Löngu kominn tími á tennisaðstöðu innanhúss í borginni.

Áfram tennis

Þetta er alveg frábær hugmynd!

This is a great idea that should go ahead - it certainly has my support.

Það er löngu orðið tímabært að fá innanhúsaðtöðu í Reykjavík fyrir tennis. Það er verulega erfitt að stunda þessa frábæru íþrótt aðeins með þrjá innanhúsvelli, staðsetta í Kópavoginum.

Sárlega vantar góða íþróttaaðstöðu fyrir tennis og blóta innanhúss íþróttir sem að almenningur hefur aðgengi að. Laugardalshöllinn er ekki aðgengileg fyrir íbúa eða grunnskólabörn hverfisins til iþróttaiðkunnar. Hægt væri að nýta bygginguna ásamt Laugalækjarskóla þar sem þar er ekki íþróttahús.

Það er ótrúlegt að búa við það að það sé engin innanhússaðstaða til tennisiðkunar í Reykjavík.

Sárvantar tennisaðstöðu í Reykjavík (og reyndar landinu öllu) sem er sorglegt þar sem þetta er ein vinsælasta íþróttagrein í heimi.

Mikil vöntun á innanhús tennisvöllum í Rvk! Styð þessa tillögu heilshugar!

Mjög sammála, vantar klárlega velli í Reykjavík

Frábær fjölskylduíþrótt

Ekki spurning það vantar góða aðstöðu fyrir HMR í Laugardal orðið fínt fyrir frjálsar, fótboltann og fimleikana þar á svæðinu - komið að tennisíþróttinni núna

Innanhús tennisvellir eru nauðsynleg viðbót í íþróttaflóru reykjavíkur. Mikilvægt að hjálpa þessari íþrótt að blómstra hérlendis.

Löngu kominn tími á að fá innanhús tennisvelli í Reykjavík. Ótrúlegt að krakkar sem æfi tennis og búa í Reykjavík þurfi að leita í annað sveitarfélag til þess að komast á æfingu. Sjálfur gerði ég það í yfir 10 ár en að lokum hætti ég að æfa enda ótrúlega lítið framboð af stöðum sem hægt er að spila á.

Það hefur verið mikil eftirspurn eftir tímum í Tennishöllinni alveg síðan að hún opnaði og þar sem þetta er eina aðstaðan sem er í boði yfir veturinn þá komast færri að en vilja. 3 vellir fyrir 9 mánuði yfir árið er einfaldlega ekki nóg!

Þetta er frábær hugmynd. Það vantar einmitt eitthvað svona á Íslandi og loksins getum við unglingarnir spilað eitthvað annað en fótbolta og körfubolta🎾

Það er raun furðulegt að ekki sé komið tennishús í stærsta sveitafélagi landsins. Þetta er ein alvinsælasta íþrótt í heimi og ekki að ástæðulausu. Látum nú eitthvað gerast í þessu máli.

Það er orðið löngu tímabært að koma upp innanhússaðstöðu fyrir tennisfólk í Reykjavík. Tennis er skemmtileg íþrótt sem fólk á öllum aldri getur stundað saman. Þar sem ég bjó í Bretlandi spiluðu eldri borgarar á morgnana, skólakrakkar eftir hádegi og vinnandi fólk og fjölskyldur á kvöldin. Einu innanhússvellir landsins eru nú þegar í fullri nýtingu. Engin spurning um að fleiri vellir yrðu vel nýttir og yrðu til þess að fjölga tennisiðkendum.

Löngu kominn tími á innanhússaðstöðu í Reykjavík. Erfitt að stunda þessa íþrótt með aðeins 3 velli á öllu landinu.

Tennis er íþrótt sem hentar öllum aldri og gefur okkur tækifæri til að stunda íþróttir frá upphafi til enda.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mikið þarf nú fleiri innitennisvelli. Erfitt að stunda þesss frábæru íþrótt í dag. Aðeins 3 innivellir á landinu

Góð íþrótt fyrir ungt fólk sem hentar þeim sem ekki finna sig í hópíþrótt. Gott fyir eldri íþróttarmenn sem vilja keppnisíþrótt sem hentar.

Það er löngu tímabært að koma upp svona aðstöðu í höfuðborg landsins. Aðstöðuskortur hefur staðið í vegi fyrir framþróun tennisíþróttinnar og myndi örugglega auka vinsældir hennar til mikilla muna. Svona aðstaða býður einnig upp á þjálfun í mjúkbolta og hafnarbolta sem er mjög vinsælt ekki sist hjá börnum og unglingum.

Það væri æðislegt að fá innanhúsaðstöðu fyrir tennis iðkun í Reykjavík. Það er einungis 1 tennishöll á íslandi með 3 innanhús völlum og hún er í Kópavoginum. Það er því erfitt fyrir marga að þurfa að keyra langar leiðir daglega til að stunda þessa æðislegu íþrótt. Það er einnig leiðinlegt að sjá að á Reykjavíkurleikunum er keppt í borðtennis, badminton og squash en ekki tennis!! og er ástæða þess eflaust sú að það er engin almennileg aðstaða fyrri tennis í Reykjavík.

Mér þykir ótrúlegt að ég skuli vera að skrifa rök með því að FYRSTU innanhúss tennisvellir höfuðborgarinnar verði gerðir og að húsnæði um starfsemina verði reist. Árið er 2018! Aðrir á þessum þræði hafa séð um að setja fram góð rök um hversvegna þetta er góð hugmynd og til heilla fyrir borgarbúa. Ég tek undir þau rök öll sem eitt.

Frábær íþrótt sem má stunda alla ævi. Alls hafa 11 íslenskir krakkar farið á styrk í erlenda háskóla til að spila tennis. Það er frábært þrátt fyrir takmarkaða aðstöðu, enn fleiri fengju tækifæri ef íþróttin breiðist út.

Væri frábært að fá tennishús í laugardalinn, miðsvæðis í Reykjavík. Hingað til hefur aðeins verið hægt að stunda tennis í Kópavogi og í raun ótrúlegt að ekki hafi verið hugað að tennisaðstöðu í Reykjavík miðað við hvað er gert fyrir aðrar íþróttir eins og fótbolta og handbolta og fleiri greinar. Tennis er ein allra vinsælasta íþrótt í heiminum og getur orðið ein vinælasta íþrótt hér á landi ef aðstaða verður betri.

Það er meira en augljóst að yfir 600 skráðnir tennisiðkendur í Reykjavík þurfa að fá innanhús tennisvöllinn,því að það dugar ekki að hafa bara Tennishöllinn í Kopavogunum fyrir alla íðkendur og áhugasama.Ahugi fyrir tennis vex víða og á Íslandi. Reykjavík sem heimsborgin hefur möguleika á að rækta þessar og tengðar íþróttir í Laugardalnum á einum stað, í“borgargarðinum”.Bjóðum öllum fjölbreyttari möguleika fyrir fjölbreyttara íþróttalíf, stækkum menningu borgarinnar.HMR og RVK geta það .

Would be great to have more indoor tennis courts in Reykjavik. Only 3 locally in Kopavogur for now.

For such a popular sport, there are definitely more courts wanted and needed!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information