Opið þráðlaust internet allstaðar

Opið þráðlaust internet allstaðar

Opið þráðlaust internet allstaðar

Points

Mikilvægt málefni!

Set Like á þennan rökstuðning hjá Kristjáni Frey!

Internetið er að verða að normi í hinum vestræna heimi fyrir ferðamenn til að afla sér upplýsinga um staðarhætti, gæði veitingastaða, fjölbreytileika afþreyingar og áfram mætti lengi telja. Það getur reynst flókið og erfitt fyrir ferðamenn að verða sér úti um þráðlaust internet á Íslandi. Flóknir og oft á tíðum kostnaðarsamir og tímafrekir samningar við þjónustufyrirtæki gera það að verkum að einungis hluti ferðamanna hafa aðgengi að interneti allstaðar.

Án þess að taka afstöðu til þess hvort þetta sé æskilegt vil ég taka fram að svona framkvæmd þyrfti að vera ritskoðunarlaus. Ljóst er að um leið og borgin eða annar opinber aðili ákveður að setja upp svona kerfi munu hinir ýmsu sérhagsmunaaðilar beita sér fyrir því að hitt og þetta verði samt lokað (síður sem menn telja að séu að brjóta höfundarréttarlög, síður sem sýna nekt eða klám eða á annan hátt móðga siðgæði sérhagsmunahópsins). Ef á að ráðast í svona aðgerð þarf fyrsta skref að vera að marka skýra stefnu um að veita opinn og frjálsan internetaðgang.

Mikilvægur áfangi!

Margir ferðamenn, sérstaklega þeir sem stoppa stutt við, sjá sér ekki hag í því að nýta 3G sambandið. Þá er 3G sambandið rándýrt fyrir erlenda aðila sem koma hér til lands nema þeir kaupi sérstök leyfi af símafyrirtækjunum hér sem tekur bæði tíma og er kostnaðarsamt. Þar af leiðandi nýta menn sér ekki þjónustuna. Sú tilfinning að vera t.d. ferðamaður í Eistlandi eða Suður-Kóreu er töluvert önnur þar sem internetið er opið allstaðar. Þá eru ótal mörg tækifæri með notkun samfélagsmiðla og nýrra forrita í snjallsímum ef að opið internet væri til staðar og jafnvel hægt að nýta efnið í markaðsskyni "In Reykjavik, everywhere you go there is an open wi-fi connection..." Hvað kostnaðinn varðar væri hægt að hafa útboð sem þjónustuaðilar, t.d. símafyrirtækin gætu boðið í með tilliti til kostnaðar og þjónustu,

ég vil vita meir um þetta. Hvernig flutningskerfi. Kostnaður?

Mikilvægt!

Þetta gæti komið vel út en álitamál hvort að Borgin ætti að standa straum af þessu. Gæti þó sett þetta upp sem samstarfsverkefni ásamt öðrum aðilum þannig að reksturinn væri kostaður af eh örfáum auglýsingum sem að notendur þyrftu að horfa á einstaka sinnum(innan skynsamlegra marka). Ég væri t.a.m. meira en til í það að sjá auglýsingar frá veitingastöðum eða tilboð á vöru þegar ég er að ferðast erlendis ef ég kæmist í opið þráðlaust internet í viðkomandi bæ eða borg.

Internet allstaðar

Hver er þörfin og hver ætti að borga fyrir þetta? 3G er nú þegar í boði og flestir með það í snjallsímum símum og geta auðveldlega keypt sér 3G pung við ferðavélar sínar. Ferðamönnum er nú þegar boðið upp á ódýr Frelsiskort og 3G punga í flugvélum á leið til landsins, á flugvellinum og mjög víða.

Það væri gerlegt að bjóða uppá þennan valkost í samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu og verslun ásamt símafyrirtækjum. Notendum væri boðið uppá það að horfa á auglýsingar endrum og eins en innan skynsamlegra marka þar sem væri boðið uppá ýmiskonar þjónustu og tilboð á varningi. Eins gæti fólk bókað sjálft í ferðir eins og hvalaskoðun etc. þannig að rekstraraðili netsins fengi einhverjar prósentur eða fast gjald af þeirri bókun. Væri allra hagur að mínu áliti.

Borgin hefur nóg annað að gera en að setja upp wifi kerfi sem keppir við 3g netin og ekki er hægt að rukka fyrir. Fólk mun fá lélega þjónustu og einhverjir aðilar munu misnota bandbreiddina. Það væri nær að bæta lýðheilsu en að ýta undir meira vefráp.

Engin ástæða til að borgin eyða skattpeningum í svona , fjarskiptafyrirtækin bjóða upp á þetta og sá sem notar borgar, og það á að vera grundvallaratriði, SÁ ER NOTAR GREIÐI FYRIR RAUNKOSTNAÐ

Það er tímaskekkja að við séum ennþá að láta bjóða okkur fokdýrt 3G internet árið 2012. Ef litið er til UK er búið að bjóða uppá svona í Bristol og Norwich í lengri tíma. Í Norwich var bænum bannað að fara í samkeppni við farskiptafyrirtækin og því þak sett á tengi-tímann og net-hraðann sem fólk fær, en það dugar öllum sem þurfa bara að komast í póstinn sinn eða finna heimilisfang á veitingastað. Þeir sem þurfa meira geta borgað handlegginn sinn til risaeðlanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information