Nemi kennir nema

Nemi kennir nema

Points

Hugmyndin er að gefa öllum nemum tækifæri á að kenna sína uppáhaldsgrein. Jafnel "tossarnir" geta verið "dúxar" á sínu áhugasviði. Svona getur myndast jafnvægi og virðing á milli nema.

Sterkir í einu, þurfa hjálp í öðru.

Nemendur sem eru sterkir í einni grein þurfa kannski aðstoð í annari, þannig myndast jafnvægi.

Tengingu með vísun í hugmyndafræði Khan Academy

Nemendur sem standa vel að vígi námslega í einu fagi taki að sér kennslu annarra lakara nemenda í faginu og öfugt. Meta mismunandi umbun eða “einingar”, t.d. sleppi einhverjum tímum, o.s.frv. (Margt af þessu er í anda hugmyndafræði Khan Academy)

sjá þessa tillögu - Þarna er einbeitt á einstaklingsmiðað nám og að nemar aðstoði hvern annan. http://betrireykjavik.is/priorities/88-kanna-og-profa-hugmyndafaerdi-khan-academy-vid-kennslu Hér er myndband sem kynnir þessa aðferð. http://www.khanacademy.org/video/salman-khan-talk-at-ted-2011--from-ted-com?playlist=Khan+Academy-Related+Talks+and+Interviews

góð hugmynd og spennandi að heyra fréttir frá þeim sem þorir að byrja!

Kennsla snýst um að skilgreina viðfangsefni, spyrja spurninga sem beina athyglinni að viðfangsefninu og leita fjölbreyttra leiða til að fást við viðfangsefnið. Sá sem gerir þetta lærir í leiðinni mjög mikið um viðfangsefnið. Ég er sjálf kennari og það sem mér finnst skemmtilegast við að kenna er að ég er alltaf að læra af nemendum mínum!

if one student teaches to another, what are teachers supposed to do?

"if one student teaches to another, what are teachers supposed to do? " humm, þeir gætu farið að gera eitthvað annað og hætt að taka laun frá sveitarfélaginu, peningar sem væri hægt að nota í eitthvað annað. Þetta kallar á það að hlutfallið á milli nemenda/kennara myndi breytast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information