Ráðgjafi í eineltismálum

Ráðgjafi í eineltismálum

Ráðgjafi í eineltismálum

Points

Reykjarvíkurborg komi á fót ráðgjafa(stofu) í eineltismálum fyrir skóla og stofnanir borgarinnar þar sem foreldrar geta sótt sér aðstoð í að eiga við skóla og aðra málsaðila. Það er algjör tímasóun að hvert og eitt foreldri þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem einelti kemur upp. Auk þess fengi borginn mun betri upplýsingar um umfang eineltis í skólum og þá fengist samræmd aðferð við að takast á einelti. Nú virðist þetta vera allt of mikið í höndum skólastjóra hvernig tekið er á málum.

Eins og ég sagði þá tel ég fólk innan skólans ekki vera hægt til að veita foreldrum óháða ráðgjöf. Sé ekki fyrir mér að ráðgjafi ráðleggi foreldrum að fara í virkilega harðar aðgerðir gegn sínum yfirmanni skólastjóranum. Ekki nema að skólastjórinn verði ekki yfirmaður félagsráðgjafa innan skólans þá gæti það kannski gengið en ég held að ráðgjöfin verði að koma úr annari átt en þeirri stofnun sem deilt er við.

Ráðgjöfin myndi ALLTAF fara í gegnum skólann eða félagsráðgjafa í skólum. Það er ekki gert ráð fyrir að hjálp sé sótt út fyrir skólann í fyrstu umferð allavega...

...sem félagsráðgjafar geta veitt?

Það eru líka félagsráðgjafar í öllum grunnskólum...

Tengja við aðra hugmynd

Það eru líka félagsráðgjafar í öllum grunnskólum...

Sammála því. Sameina. Þessi hér er þó líklega mest 'sane' hugmynd á þessu sviði sem hefur komið inn ef ég á að segja eins og er. Ég hef þó þetta um málið að segja. Rannsóknir eru gerðar ÁRLEGA, m.a. um umfang eineltis. Þessar rannsóknir eru opnar fyrir alla (UNG'(ártal)). Það fæst ekki samræmd aðferð fyrir alla einn tveir og þrír... þetta er stærsta verkefni allra uppeldismenntaðra starfsmanna og það langlanglangerfiðasta. Ég vil enn og aftur benda á félagsráðgjafa og velferðarsvið. Umboðsmann barna þegar stofnanir standa sig ekki.

Það getur verið að það sé nóg að koma upp samskipta möguleika við ráðgjafa í eineltismálum og vísa því svo til félagsráðgjafa í hverfisstöðvum. En fólk þarf að vita hvert það á að leita eftir ráðgjöf.

Ég er bara að segja að skólastjórinn í t.d. Árbæjarskóla er t.d. ekki að benda aðstandendum að leita til umboðsmanns barna þegar þau eru ekki sátt við árangur og getu hans til að takast á við eineltið í skólanum. Ráðgjöfinn getur aldrei komið hlutlaus frá starfsmönnum skólans. Það verður að vera einhver ótengdur slólanum sem aðstoðar foreldrana. En það getur verið að ekki sé þörf á að leita aðstoðar utan skólans ef vel gengur að komast í vegfyrir eineltið. Kerfið er klárlega ekki nógu gott eins og það er í dag og full þörf á því að kanna hvað sé hægt að gera til að laga það.

Já, vandamálið er að fólk áttar sig ekki á að leita til umboðsmanns barna þegar það er komið í vanda og fær ekki úrlaus sinna mála. Það telur að skólastjórinn eigi að leysa málið fyrir þau sem þeir eru klárlega ekki að gera alltaf. Það er ólíðandi að þolendum sé sífellt bent á að skipta um skóla þegar það eru gerendurnir eru þeir sem ættu að fara annað. Ég get lofað þér því að starfsmenn skólans munu aldrei benta foreldrum á að tala við umboðsmann barna ef þau geta ekki tekið á eineltinu sjálf. Ef maður líkir þessu við annað ofbeldi þá er þetta svipað að dæma fornarlambið fyrir að láta ofbeldið yfir sig ganga.

Hvernig eiga þessar nýju hugmyndir að bæta/einfalda umhverfið fyrir eineltisforeldra? Er þá ekki fremur að mennta kennara/skólastjórnendur til hins sama?

Kerfið kerfið, það er eins og stöðlun muni lækna einelti. Það mun ekki gera það.. einelti er ofsalega flókin hegðun og ég sé ekki að stöðlun á viðbrögðum myndi laga mikið. Bestan árangur hingað til hefur Olveusaráætlunin gefið, og nú er verið að leggja hana niður. Berjumst frekar fyrir tvíeflingu á þeirri áætlun.

Olveusaráætlunin virðist hafa verið ágæt til að koma auga á einelti, greina það og staðsetja alla í einhverjum hlutverkum tengdu einelti. En það vantaði töluvert upp á hvernig ætti að bregðast við. Það virðist hafa endað í höndum æðstustjórnenda skólans og getu þeirra til að leysa vandamálið. Mín reynsla amk. Það sem vantar er að foreldrar verði upplýstir um hvert þeir geti leitað eftir aðstoð þegar stjórnendur skólans ráða ekki við að leysa úr eineltinu. Hverfismiðstöðvarnar eru góður vettvangur líklega en það vantar eitthvað til að auðvelda foreldrum og upplýsa þá um rétt þeirra og þær leiðir sem eru færar. Eins og þetta er núna þá virðist það vera þannig að þegar foreldrar gefast upp á að ræða við stjórnendur skólanna þá leita þeir til fjölmiðla eða flýja í burt í annað hverfi, annan skóla til að reyna bæta ástandið en báðar þessar leiðir viljum við forðast og ætti að vera mjög auðvelt að bæta úr þessu.

Allt í lagi - við erum þá ósammála þar - ég tel að foreldrar þurfi stuðning til að leysa hratt og vel úr eineltismálum því skólinn er og mun alltaf vera ófær um að leysa úr öllum málum án þrýstings. Þrýstings sem foreldrar geta ekki alltaf veitt.

T.d. Þegar foreldrar standa ráðþrota inn á skrifstofu skólastjóra og skólastjórinn segist vera gera allt sem hann getur. Eineltið eigi sér ekki bara rætur innan skólans og hann geti ekkert gert nema í því sem snýr að skólanum. Það er þá sem foreldrar þurfa á stuðning og ráðleggingu 3 aðila að halda. Skólastjórar og aðrir stjórnendur skólans hafa alltaf ráð en vilja oft ekki beita þeim þar sem þeim finnst þau full róttæk. T.d. eins og að vísa gerendum úr skóla í einhverja daga, þeir jafnvel kalla ekki til foreldra gerenda á fund. Þú vilt sem sagt meina að skólastjórnendur og kennarar séu nú þegar vanhæf um að fást við einelti og þurfi nauðsynlega að senda þau á námskeið til að þau viti hvernig eigi að bregðast við. Að þetta sé ekki einn af grunnþáttum í þeirra námi að læra hvernig þeir tryggja að nemendum líði vel í skólanum. Ef einhver van kanntur er þarna á þarf fyrst að tryggja að þetta sé inni í kennaranáminu og svo senda þau sem eru að fást við þessi mál á námskeið. Þetta ætti að vera forgangsverkefni alveg eins og að gefa foreldrum kost á ráðgjafa ef illa gengur að fá úrbót í eineltismálum.

Ég er ekki að segja að þau séu ekki menntuð. Alls ekki. EN... verandi í uppeldismiðuðu námi sjálfur þá get ég sagt að þetta er þáttur sem þarf að viðhalda með símenntun. Enn fremur ER ENGIN EIN LAUSN. Það er enginn galdur sem bara virkar. Ég bara fæ ekki séð hvernig það mun hjálpa nokkrum að flækja sýslið í kringum þessi mál.. láta foreldra og fórnarlömb þurfa að sækja sér hjálp hingað og þangað? Enn fremur tel ég að foreldrar þyrftu að fá fræðslu um einelti, hvernig vinna skal með bæði gerendur og fórnarlömb heima við. Kannski er það gert. Ég skal ekki segja.. en það á ekki að vera á könnu þriðja aðila.

En félagsráðgjafar geta veitt?

Já, klárlega - þarf ekki mikið til þar sem félagsráðgjafar eru til staðar í hverfisstöðvum og þyrfti kannski smá færðslu fyrir þá og skipulagningu. Gæti verið misjafnt. Ein einhverstaðar þarf að vera til umsókn um aðstoð í eineltismálum þar sem foreldrar sækja um aðstoð. Það gæti tildæmis verið tengill inn á öllum heimasíðum skólanna sem vísaði þessu á félagsráðgjafa í hverfisstöðvum.

Eins og ég sagði þá tel ég fólk innan skólans ekki vera hægt til að veita foreldrum óháða ráðgjöf. Sé ekki fyrir mér að ráðgjafi ráðleggi foreldrum að fara í virkilega harðar aðgerðir gegn sínum yfirmanni skólastjóranum. Ekki nema að skólastjórinn verði ekki yfirmaður félagsráðgjafa innan skólans þá gæti það kannski gengið en ég held að ráðgjöfin verði að koma úr annari átt en þeirri stofnun sem deilt er við.

Ég HELD að félagsráðgjafarnir séu óháðir sérfræðingar innan skólans einmitt.

Aðstoðum aðstandendur við að stöðva einelti

Góð og falleg hugmynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information