Göngustígur á kjalarnesi

Göngustígur á kjalarnesi

Ég legg til að gerður sé malbikaður stígur meðfram ströndinni fyrir neðan Grundarkverfi, frá Klébergsskóla og út að Golfvellinum við Brautarholt og síðan út á nesið fyrir vestan Brautarholt. Settir verði upp bekkir og safnílát fyrir úrgang og rusl.

Points

Erfitt er að ferðast um þetta stórkostlega svæði en þar er nú malarstígur frá Klébergsskóla og að læk vestan við byggðina. Ef ferðast er um þetta svæði þá verður að hafa varann á þar sem yfirborð stígsins er bæði gróft og illa við haldið. Umhverfið er þarna í lamasesi og hundaeigendur og aðrir sjá ekki til gang í að þrífa upp eftir sig. Því er ekki árennilegt að fara út fyrir stíginn. Ef maður hefur ósk um að ganga út á nesið við Brautarholt er það aðeins gjörlegt við að sæta sjáfarföllum.

Þetta svæði er stórfenglegt, bæði að sumri sem vetri, að degi sem og að kvöldi. Ég tel að þessi stígur geri okkur auðveldar að njóta náttúrunnar og sjá nýar hliðar á fallegri náttúru Ísland.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information