Félagsbústaðir hf hætti að starfa sem hlutafélag

Félagsbústaðir hf hætti að starfa sem hlutafélag

Félagsbústaðir hf hætti að starfa sem hlutafélag

Points

Félagsbústaðir hf er hlutafélag alfarið í eigu Rvk en starfar sem hf á frjálsum markaði gagnvart leigutökum. Til þess að fá úthlutað fél. húsnæði þarf velferðarsvið að ákveða um það skv. lögum um fél.húsnæði sveitarfélaga. Það er s.k. stjórnvaldsákvörðun. Um leið fél húsnæði er úthlutað er hann ekki lengur á vegum Rvk. Umboðsmaður alþingis sendi borginni fyrirspurn 31.12.08 og óskaði svars 9.2. 09 en það hefur enn ekki borist.http://www.umbodsmaduralthingis.is/ViewCase.aspx?Key=1267&skoda=ma

Er ekki alveg nóg að gera eina umræðu um sama hlutinn?

Var að senda þetta á alla borgarfulltrúa og fulltrúa í velferðarráði því ég er of sein í að skora hér! Undirrituð vill vekja athygli borgarfulltrúa á fyrirspurn Umboðsmanns alþingis um Félagsbústaði hf sem send var 31.12.2008. Umboðsmaður óskaði eftir svari eigi síðar ein 9.2. 2009. Svar virðist ekki hafa borist miðað við upplýsingar á vef Umboðsmanns, og reyndar eftir nokkrar fyrirspurnir undirritaðrar til þess embættis. Ég skora á þá sem skipa borgarstjórn að svara Umboðsmanni og tilkynna um svarið opinberlega. Fyrir leikmann í lögum þá virðist vera sem Félagsbústaðir hf starfi sem leiguhlutafélag á almennum markaði. Félagsbústaðir hf er alfarið í eigu borgarinnar. Skv. lögum um félagslegt húsnæði og félagslega aðstoð þá ber sveitarfélögum að aðstoða fólk sem á í miklum vanda, m.a. um félagslegt húsnæði. Með því að úthluta félagslegu húsnæði fer fram s.k. stjórnvaldsathöfn. Um leið og skjólstæðingur velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fær úthlutað félagslegu húsnæði skv. lögum þá verður hann - án þess að fá upplýsingar um það frá velferðarsviði - viðskiptavinur hlutafélagsins Félagsbústaða. Skv. lögum um félagslega aðstoð sveitarfélaga eru þeir sem þiggja aðstoð síns sveitarfélags ekki viðskiptavinir heldur skjólstæðingar. Á því er talsverður eðlismunur. Hlutafélagið Félagsbústaðir er þó alfarið í eigu Reykjavíkurborgar. Það starfar sem hlutafélag á almennum markaði eins og kemur fram hjá Umboðsmanni alþingins. Það má einnig sjá reglulega á vef héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Félagsbústaðir hf er stefnandi gegn sínum viðskiptavinum! Hlutafélagið er s.s. reglulega að stefna fyrrum skjólstæðingum borgarinnar en núverandi viðskiptavinum sínum gegn dómi af ýmsum ástæðum. Og velferðarsvið kemur þar hvergi nærri. Það fer ekki á milli mála að þarna er e.k. grátt svæði á milli skyldu sveitarfélagsins Reykjavíkurborgar að sjá um þá sem hjálp þurfa á að halda og einhvers gervihlutafélags, sem er alfarið í eigu borgarinnar, sem beinlínis brýtur á skjólstæðingum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Umboðsmaður alþingis óskaði eftir svari eigi síðar en 9. 2. 2009. Hefur það borist eða hefur það verið tekið til umsagnar? Ef ekki þá óska ég eftir svörum um við eftirfarandi spurningum: 1. Hefur borgarstjórn fjallað um erindi Umboðsmanns alþingis? 2. Ef svo er, hvernig er þeim málum háttað núna? 3. Ef ekki, mun borgarstjórn fjalla um ofangreint erindi? 4. Ef ekki og erindið á við annars staðar í stjórnsýslunni þá óska ég eftir að fá að vita hvar. 5. Telur borgarstjórn það samræmast lögum um félagslegan stuðning og félagslegt húsnæði að Félagsbústöðum hf sé stætt á að starfa sem leiguhlutafélag á almennum markaði? 6. Ef svo er, hver eru rökin fyrir því? 7. Telur borgarstjórn það samrýmast lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga að hlutafélag, sem er alfarið í eigu borgarinnar, geti stefnt viðskiptavinum sínum (fyrrrum skjólstæðingum velferðarsviðs) fyrir dómi vegna brota á leigusamningi án þess að viðkomandi mál fari til velferðarsviðs til umfjöllunar? 8. Hver er skoðun borgarstjórnar á því að starfsmenn Félagsbústaða eru opinberir starfsmenn á meðan að hlutafélagið virkar sem félag á opinberum leigumarkaði? Með kveðju Valdís Hér er fyrirspurnin: http://www.umbodsmaduralthingis.is/ViewCase.aspx?Key=1267&skoda=mal Ef ekki er hægt að fá slóðina fram þá er leikur einn að fara á vef Umboðsmanns og slá inn ,,Félagsbústaðir" og þá kemur það strax fram.

Félagsbústaðir hf virðist vera á gráu svæði þar sem lög um félagslegt húsnæði sveitarfélaga ná ekki til. Um leið og skjólstæðingar velferðarsviðs hafa fengið úthlutað félagslegu húsnæði hætta þeir að vera skjólstæðingar velferðarsviðs og verða viðskiptavinir Félagsbústaða hf, þar sem þeim er oft á tíðum vísað út vegna skulda og annarra mála - NB án þess að velferðarsvið komi þar nokkuð að máli. Á vef héraðsdóms Reykjavíkur eru regluleg mál á dagskrá þar sem Félagsbústaðir hf er sækjandi gegn leigutökum. Umboðsmaður alþingis virðist ekki hafa fengið svar við fyrirspurn sem gerð var 31.12.08. en þar eru þessi mál reifuð á lagagrundvelli. Ég skora á stjórnsýslu borgarinnar að fara vandlega yfir fyrirspurn umboðsmanns og rækilega yfir hvernig hlutafélagið starfar og aðallega með tilliti til þess að farið sé að lögum um félagslegt húsnæði sveitarfélaga og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Ef það er stjórnvaldsákvörðun að úthluta félagslegu húsnæði þá ætti það að gilda um riftun á slíkri leigu á vegum sveitarfélags. Svo virðist alls ekki vera. Ég skora á borgarstjórn að tilkynna um stefnu í þessum málaflokki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information