Nú er búið að vera mikið um framkvæmdir í Brautarholtinu (í kringum stúdentagarðana) en í þeim framkvæmdum hafa nær öll bílastæði sem ekki eru í eigu fyrirtækja í kring verið tekin burt. Fólk hefur þurft að leggja langt í burtu frá íbúðum sínum og það er eins og gert sé ráð fyrir því að námsmenn eigi ekki bíla. Það vantar bílastæði fyrir okkur.
Okkur vantar bílastæði þar sem ekki má leggja í stæði allt í kringum stúdentagarðana þar sem þau eru öll í eigu fyrirtækja og eru bílarnir dregnir burt á kostnað eigenda bílsins ef svo er gert í neyð.
!!
Miðað við fjölda stúdenta sem búa á stúdentagörðunum eru nánast engin bílastæði í kringum húsnæðið sem eru ekki í eigu fyrirtækja. Það þarf að fjölga bílastæðum. Oft þurfa íbúar að leggja langt í burtu frá húsnæðinu sem getur verið frekar hvimleitt, sérstaklega ef mikið þarf að bera úr bílnum.
Klárlega þarf fleiri bílastæði við stúdentagarðana í Brautarholti!
Þegar stúdentagarðar voru áætlaðir voru íbúarnir fullvissaðir um að þarna yrðu stúdentar sem ekki yrðu á bílum. Nú leggja þeir út um allt og teppa umferð bæði gangandi og akandi. Ef þeir eru svona ríkir þá ættu þeir að leigja þar sem eru næg bílastæði
Stúdentar í niðurgreiddu húsnæði eiga ekki að vera á bílum, ef stúdentar hafa efni á bílum þykir mér niðurgreiðslan á húsnæði óþörf. Hinsvegar mætti lækka verð á strætókórti fyrir stúdenta enn fremur.
reisa almennilegt bílastæðahús með fríum stæðum fyrir íbúa hverfisins
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation